Með afbrigðum forspár maður
30.1.2009 | 15:24
![]() |
Ný ríkisstjórn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gömlu bankarnir eiga að heyra sögunni til
30.1.2009 | 08:42
Það er afar brýnt að sameina alla ríkisbankana í einn. Tilgangurinn er öðru fremur að breyta, koma þeim skilaboðum út að nú skuli byrjað upp á nýtt. Út frá almannatengslum væri þetta afar mikilvægt og myndi auka traust almennings og atvinnulífs á íslenskum banka. Þessi banki ætti að vera almenningshlutafélag, til að byrja með í helmingseigu ríkisins en aðrir hlutir ættu að vera smáir.
Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir (Íslandsbanki) ættu að heyra sögunni til. Vera víti til varnaðar. Aðalstöðvar þessa nýja banka, Aðalbankans, ættu síðan að vera á landsbyggðinni - helst á Skagaströnd. Skilaboðin eiga að vera þau að landið allt skiptir máli, ekki bara höfuðborgarsvæðið.
Því til viðbótar ætti að leggja áherslu á að finna útlendan banka sem væri tilbúinn til að hefja starfsemi hér á landi og veita þeim íslenska verðuga samkeppni.
![]() |
Sameining ríkisbanka verið rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Olli bregst við gömlu fréttum
30.1.2009 | 08:17
Hin pólitíska staða breytist hratt. Væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar enn við völd og hugað líf þætti þessi frétt vera gríðarleg pressa á Sjálfstæðisflokkinn. Enginn ræðir þetta núna.
Forystumenn Samfylkingarinnar sögðu fyrir áramót efnislega á þá leið að ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins myndi ekki samþykka aðildarviðræður við ESB þá væri stjóranrsamstarfinu sjálfhætt.
Engin krafa virðist nú vera á Vinstri græna um sama efni.
Bendir það ekki eindregið til þess að Samfylkingin sé stefnulaus flokkur sem láti dægurmálin stjórna sér?
Og aumingja Olli vinur okkar Rehn bregst núna við tveggja vikna gömlum fréttum. Líklegast er það bara á Íslandi að vika sé langur tími í pólitík. örendið endist fæstum flokkum nema til annars en að tóra, stefna til framtíðar er fæstum að skapi vegna þess að einhverjir anarkistar eða krakkar í VG gætu átt það til að lemja saman pottum og pönnum.
![]() |
Fengjum forgang inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |