Segir meira um ræðumanninn en ráðherrann
13.1.2009 | 18:16
![]() |
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaða getur réttlætt árásir á lýðræðislega starfsemi?
13.1.2009 | 11:13
Þeir sem reyna að hindra störf Alþingis geta ómögulega verið lýðræðissinnar. Þeir munu að öllum líkindum beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að þeir sem þeim eru ekki þóknanlegir geti nýtt sér lýðræðislegan rétt sinn til að taka þátt í starfsemi stjórnmálaflokks.
Hér vakna margar spurningar.
Getur verið að þessir mótmælendur muni reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að fólk komist inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins eða trufla starfsemi hans?
Eru ekki mótmælin þá farin að snúast upp í andhverfu sína þegar markmið þeirrra er að hindra lýðræðislega starfsemi í landinu? Er einhver málstaður þess virði? Er eitthvað til sem getur réttlætt árásir á lýðræðislega starfsemi?
![]() |
Tveir mótmælendur handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
324 milljarða hagnaður ríkissjóðs á tíu árum
13.1.2009 | 09:55
Miðað við stöðu mála gæti það virst talsverð bjartsýni að afgangur verði næst af rekstri ríkisins árið 2013. Og fjögur ár eru langur tími í stjórnmálum.
Frá því 1998 hefur ríkissjóður verið rekinn með 324 milljarða hagnaði. Stór hluti af þessum tekjum hefur eflaust komið frá bankastarfsemi, þ.e. starfsemi einkabankanna gömlu. Svo svakalegar skattekjur munu eflaust ekki skila sér að óbreyttu í ríkissjóð. Hins vegar er ljóst að gríðarlegur halli á ríkissjóði ætti ekki að vera það vandamál sem margir óttast svo framarlega sem hann skili sér í uppbyggingu hér innanlands - verðmætasköpun.
Svo má alveg minna á að bankakreppan er ekki séríslenskt fyrirbrigði, hún á rætur sínar í alþjóðlegri bankakreppu sem virðist nú vera orðin að mikilli efnahagslægð eða kreppu. Í umræðu dagsins virðist sem að þetta sé ekki öllum ljóst.
![]() |
Ríkissjóður í jafnvægi 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)