Leikurinn gekk ekki út á ævilanga fjötra
5.11.2008 | 20:23
Lánveitingar eru ekkert lottó þar sem annar aðilinn getur annað hvort stórgrætt eða tapað. Hugmyndin var einfaldlega sú að hægt væri að velja um ákveðna áhættu, myntkarfan gat verið áhætta. Hagstætt gengi krónunnar leiddi til lágra afborgana. Ef illa færi þá yrðu afborganirnar eitthvað hærri en þeirra sem sættu sig við einfalda vexti og verðtryggingu.
Leikurinn gekk aldrei út á það að skuldin gæti tvöfaldast. Höfuðstóllinn yrði hækkaði sífellt. Lánið yrði hærra en íbúðin, lánið yrði hærra en bíllinn. Leikurinn gekk aldrei út á ævilanga fjötra skuldarans og himinnháan gróða kröfueigandans
Enginn átti það á hættu að fá illar draumfarir vegna lána sinna. Sú hræðilega, dagsanna martröð sem leggst nú á stóran hluta landsmanna er eiginleg fráleit. Það er út í hött að fólk geti ekki losað sig við eignir sínar vegna þess að enn yrði eftir stór hluti af láninu. Hrikalegt að andvirði tryggingar bíls skuli ekki geta dekkað verðmæti hans að frádregnum árlegum afskriftum. Leikurinn gekk ekki út á það að eigandinn væri hlekkjaður um ókomna framtíð við eftirstöðvarnar af íbúðinni eða bílnum.
Hér hefur verið lýst þeim stóru vandamálum sem horfa að hinum almenna borgara, lánadrottnum og tryggingafélögum að ótöldum öllum öðrum sem beint eða óbeint geta komið að málum. Ljóst er að viðskipti geta ekki gengið með þessum hætti ekki frekar en verðbólga sé yfir þeirri sem viðgengst í nágrannalöndunum eða atvinnuleysi gerir heiðarlegu fólki vonlaust að standa við skuldbindingar sínar í einföldu lífi sínu.
Þó kreppan sé ekki nema mánaðargömul er atvinnuleysið óásættanlegt, þróun íslensku krónunnar sárari en tárum taki og varnir fyrir almenning virðast litlar og fálmkenndar.
Á sama tíma rugla stjórnmálamenn rétt eins og þeir væru drukknir í vinnunni og ekkert virðist vera gert til að laga aðstæður almennings. Mál er að þessari martröð linni. Ef stjórnmálamennirnir gera það ekki þá er kominn tími til að almenningur og fyrirtækin í landinu taki frumkvæðið í sínar hendur.
Við getum það ef við viljum.
Plís góði guð, gefðu að glæpur hafi verið framinn.
5.11.2008 | 13:49
Fjöldi fólks les ekki, skilur ekki og vill ekki nota hausinn á sér. Þetta sama fólk á sér enga ósk heitasta en að nú finnist ærlegt undanskot í bönkunum, sannanir finnist fyrir því að fullt af peningum hafi verið millifærðir á einhverja peningaparadísir í Karabíahafinu. Engar sannanir hafa enn komið í ljós en fjöldi bloggara sem hafa tjáð sig um þessa frétt lætur sig ekki. Það skal vera maðkur í mysunni.
Plís góði guð, gefðu að glæpur sé framinn svo ég, hinn saklausi, hreinlyndi, heiðarlegi, geti nú tjáð mig um vondu kallanna
Ástæða er þó til þess að fólk fari sér hægt i skrifum. Nú þegar eru fjöldi dæma um að ein fjöður hafi orðið að fimm hænum eða álíka. Fólk verður að halda ró sinni þó svo að ástandið sé erfitt.
Það hlýtur að vera slæm líðan að vonast svo ákaflega heitt eftir glæp og þegar hann finnst ekki þá gengur maður bara hreinlega af göflunum.
Hver skyldi nú vera verri, sá sem krefst glæpsins eða sá sem fremur hann?
![]() |
Skoða meintar milljarðafærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skapand hugsun og skilyrðin
5.11.2008 | 11:12
Ef þjóðin á að geta komið sér út úr þessum efnahagsvanda þá þarf ríkisstjórnin án efa skapandi hugsun. Um það er enginn vafi. Grundvöllurinn er sá að koma í veg fyrir atvinnuleysi, hvetja til að ekki verði gengið harkalega gagnvart, skuldurm og ekki síður tryggja að þeir sem standa höllum fæti þurfi ekki að missa íbúðir sínar.
Því miður er kreppa sjaldnast móðir tækifæra fyrir þann sem er atvinnulaus. Fyrir þann sem missir vinnu sína er framtíðin aldrei möguleikar. Ástæðan er fyrst og síðast þær fjárhagslegu skuldbindingar sem hann og fjölskylda hans hefur tekið á sig. Svokallaðar atvinnuleysisbætur duga sjaldnast til afborgana af húsnæðislánum. Svo gripið sé til orðalags sem oft er notað í fréttum, þá er rekstrarhæfi einstaklings á atvinnuleysisbótum afar lítið. Til viðbótar kemur hinn dimmi skuggi vonleysis og óöryggis.Við þessu þarf ríkisstjórnin að bregðast.
Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson rituðu fyrir skömmu saman grein í Morgunblaðið sem nefnist Yfir skuldasúpu. Þeir taka þar á málum á svipaðan hátt og Þór Sigfússon formaður SA gerir. Leggja áherslu á skapandi hugsun við að koma þjóðinni upp úr vandanum.Hugmyndir þeirra eru ma. þessar:
![]() |
Mikilvægt að hugsa hlutina upp á nýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)