Sporin hræða ...
3.11.2008 | 15:14
Hversu mörg fyrirtæki hafa ekki verið stofnuð um fjölmiðla hér á land? Hversu mörg hafa ekki farið á hausin? Í hversu mörgum hafa ekki orðið miklir bardagar um meirihlutaaðild? Allur þessi hamagangur hefur farið afar illa með frjálsa samkeppi á fjölmiðlamarkaði.
Hið eina sem stendur eftir er prentmiðillinn Morgunblaðið í eigu Árvakurs og þvingurarútvarpið í eigu ríkisins. Hvernig skyldi nú staðan verða ef Árvakur yrði vettvangur hildarleikja eins og háðir hafa verið um Stöð 2, Bylgjuna og Fréttablaðið? Maður þorir varla að hugsa þá hugsun til enda.
Ég vil bara hafa Moggann eins og hann er í dag, helst í eignarhaldi skynsamra aðila sem gefa ritstjórninni frjálsar hendur innan eðlilegs rekstrarlegs ramma.
Ef allt fer á versta veg, hvað eiga þeir að gera sem skemmta sér við að segja reglulega upp áskriftinni að Mogganum vegna einhvers sem sagt er í Staksteinum eða leiðara? Ekki segja þeir upp Fréttablaðinu eða hinu heilaga ríkisútvarpi. Nei framtíðin virðist dimm fari Árvakur á markað.
![]() |
Árvakur verði almenningshlutafélag á næstu árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rauðsól Samfylkingarinnar
3.11.2008 | 14:53
Athygli mín var vakin á nafninu Rauðsól ehf. sem er nýtt eignarhaldsfélag er var að kaupa hluta af meintu þrotabúi 365 miðla hf.
Eflaust er verið verið að gera grín að nafninu en það engu að síður er rauð sól í lógói Samfylkingarinnar. Þar skin sú rauða fyrir framan nafnið eins og sjá má.
Með einfaldri tilfæringu, sem þó er ekki ættuð frá mér, væri hægt að búa til nýtt og fínt lógó fyrir Rauðsól ehf.
Nú má enginn halda að ég sé að gera að því skóna að einhver tengsl séu á milli þessara tveggja aðila. Síður en svo. Þetta er bara smá grín svona í skammdeginu og við almenningur fáum að hugsa um eitthvað annað en mótmælin gegn honum Davíð Oddsyni.

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi saga er örugglega kjaftæði
3.11.2008 | 14:43
Sú saga gengur nú manna á meðal að skuldir yfirmanna í bönkunum hafi verið felldar niður. Er þá sérstaklega átt við þær skuldir sem þeir höfðu stofnað til vegna hlutafjárkaupa í bönkum. Rökin fyrir niðurfellingunni eru þær að ella yrði nauðsynlegt að segja þeim upp störfum því þeir sem hafa orðið gjaldþrota mega samkvæmt lögum ekki gegna yfirmannsstöðum í fjármálastofnunum.
Ég held að þetta sé kjaftasaga og eigi ekki við nokkur rök að styðjast, tómt bull og kjaftæði. Auðvitað myndi svona aðgerð ganga þvert á það sem í lögum er nefnt jafnræðisregla og á svo víða við. Auk þess er engin sanngirni í þessu. Sé maður ekki hæfur til að genga störfum er ástæða fyrir hugsanlegu gjaldþroti enn skýr þó svo að skuldin hafi verið felld niður. Þessir menn gátu gengið í sjóði bankanna, voru til þess hvattir. Nú eru þessi sömu bankar komnir í eigu annarra og þar af leiðandi á sá eigandi að sjá til þess að dómgreindarlausir einstaklinga eigi ekki að genga yfirmannstöðum í bönkunum.
Sá bankastjóri sem myndi leyfa það að skuldir undirmanna sinna væri felldar niður ætti ekki langa framtíð fyrir sér í starfi.
Sagt er að maður nokkur hafi sagt: Ég er einfaldlega á móti þessari andskotans spillingu. - Og svo bætti hann við: Ekki græði ég neitt á henni. Auðvitað stökkva allir til í þessari spillingu. Spurningin er nú sú hvor sé spilltari, sá sem tók sér lán til hlutbréfakaupa eða sá sem felldi það niður.
Það er einfaldlega þannig að maður kemur í manns stað. Sé einhver ekki hæfur til að gegna tiltekinni stöðu yfirmanns þá bíða áreiðanlega tíu, tuttugu, hundrað eða þúsund aðrir sem hafa gilt hæfi.