Þegar gatan ætlar að framfylgja réttlætinu

Þetta gerist alltaf þegar einstaklingar taka málin í sínar hendur og ætla að fullnægja „réttlætinu“. Ótal dæmi er um að saklausir hafa fengið að kenna á svona krossförum. Hamgagangurinn og óþreyjan er svo mikil að meira skiptir að gera eitthvað en að fara rétt að hlutunum.

Hugsum um þetta núna þegar kreppir að í þjóðfélaginu og alþingi götunnar krefst réttlætis gagnvart hinum og þessum bankamönnum og útrásarvíkingum. Látum dómskerfið um málin en látum ekki refsingu bitna á saklausum.

Hversu skammt er ekki frá svona „réttlæti“ í algjört stjórnleysi?


mbl.is Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjúk lending, hörð lending, fárviðri ...

Í fyrra vetur var mikið talað um lendingar. Den Danske Bank sagði að hér yrði hörð lending efnahagslífsins. Stjórnvöld og fjölmiðlar stöguðust á mjúkri lendingu.

Það sannast nú sem mætir menn hafa löngum sagt að engum stafar hætta af því að hlaupa fram af bjargbrún, það er lendingin sem getur verið banvæn.

Menn þurfa nú að hætta þessum eilífum myndlíkingum. Allir gera sér grein fyrir því að kreppan er skollin á með öllum sínum þunga. Ég hef þó mestar áhyggjur af meintum sparnaði ríkis og sveitarfélaga. Held að hann verði til þess að viðhalda hringrás atvinnuleysis og verðbólgu.


mbl.is Hið fullkomna fárviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband