Styðja umhverfisráðherra og viðskiptaráðherra vantraust?

Á sama stíma og þjóðarskútan er á hliðinni finnur hluti áhafnarinnar ekkert þarflegra að gera en að iðka gangslausar lýðræðislegar æfingar. Virðist sem þetta fólk ætli nú aldeilis að skemmta sér í kreppunni.

Eflaust fagna margir þessu framtaki stjórnarandstöðunnar til dæmis viðskiptaráðherra og umhverfisráðherra. Veit nokkur maður hvort þessir tveir ráðherra kjósi ekki bara með stjórnarandstöðunni?


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagna ber afdráttarlausri yfirlýsingu

Formaður Samfylkingarinnar gengur nú fram fyrir skjöldu með afdráttarlausa yfirlýsingu sem er nákvæmleg hin sama og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur þegar lýst yfir. Þannig eiga menn að vinna saman. Væntanlega verður þetta til þess að slá á taugaveiklun tveggja ráðherra Samfylkingarinnar og annarra stjórnarþingmanna sem virðast hafa farið á límingunum undanfarnar viku.

Ríkisstjórnin hefur tuttugu þingmanna meirihluta. Verkefni hennar eru gríðarlega. Nú eiga stjórnarþingmenn að snúa bökum saman, hætta öllum hráskinnaleik og vinna fyrir þjóðina, rífa hana upp úr þessari andskotans kreppu. Fyrir það fá þeir laun og ekkert annað.

Svo má alveg fullyrða það að þingmenn hafi almennt ekki staðið vaktina og þess vegna sé staðan eins slæm og hún er. Sé það rétt þá leggst enn þyngri krafa á þingmenn að þeir standi sig núna á þessum síðustu og verstu tímum.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboð þingsins hefur ekkert breyst

Samfylkingin hefur ekki enn lært að vera í ríkisstjórn. Fjölmargir samfylkingarmenn komast hreinlega ekki úr hlutverki sínu sem stjórnarandstæðingar.

Það sem Samfylkingin þarf að læra er að standa saman um þessa ríkisstjórn sem nýtur hvorki meira né minna en tuttugu þingmanna meirihluta á Alþingi. Það ætti nú að teljast mikill og traustur meirihluti. Verkefnin eru næg og engin átæða til að sinna ekki vinnu sinni af krafti og heiðarleika þó mótmæli eigi sér stað í þjóðfélaginu. Fólk á rétt á að hafa sínar skoðanir og þær eru fráleitt einsleitar.

Ég hef þá trú að meirihluti þjóðarinnar vilji að ríkisstjórnin standi sig í stykkinu, geri rétta hluti en einblíni ekki á aukaatriði eins og ómerkilegt karp um pólitík þegar staðan er svona alverlega. Vandi þjóðarinnar er alls ekki pólitískur, hann lýtur að rekstri ríkissjóðs, starfsemi fjármálafyrirtækja, auknu atvinnuleysi og djöfullegri stöðu í lánamálum fólks og fyrirtækja.

Svo tala menn um að sækja aukið umboð til þjóðarinnar. Bölvað bull er þetta. Umboðið hefur ekkert breyst þrátt fyrir óáran, það er enn gott og gilt. Ekki þarf að sækja nýtt nema því aðeins að þingmenn Samfylkingarinnar séu að heykjast á ríkisstjórnarsamstarfinu.

Svo er það blákaldur raunveruleikinn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga að tala einum rómi. Geti þeir það ekki eiga þeir að segja af sér. Sama á við þá þingmenn ríkisstjórnarflokkana sem ekki styðja ríkisstjórnina. Hálfkák gildir ekki.


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband