Gamaldags og úrelt stofnun
30.10.2008 | 20:58
Sem betur fer vita fæstir hversu niðurlægjandi það er að vera á atvinnuleysisbótum. Rétt eins það sé ekki nóg að hafa ekki fundið sér vinnu við hæfi heldur þurfa stjórnvöld að snýta atvinnulausum, lítillækka þá og innprenta í þá tilfinningu að þeir séu annars flokks borgarar.
Nú ætlar Vinnumálastofnun að hliðra aðeins til, auðvelda skráningu atvinnulausra. Það gerir stofnuni ekki af tillitssemi við þann atvinnulausa heldur til að auðvelda rekstur stofnunarinnar.
Í áratugi hefurkerfið verið eins, fólk á að þurfa að koma og sækja einhvern stimpil á tilteknum degi, á tilteknum tíma. Bregðist það af einhverjum ástæðum, þá er sá vikuskammtur fyrir bí, nema því aðeins að viðkomandi komi með afsökun sem stofnunin tekur gilda. Fólk þarf svo að bíða í biðröð til að fá þennan algildandi stimpil. Þetta er einfaldlega gamaldags og úrelt stofnun.
Fólk er líka sent á námskeið sem sum hver eru illa skipulögð, gera lítið annað en að nudda þeim atvinnulausa uppúr þessu óþolandi ástandi rétt eins og það hafi ekki þegar áttað sig á því. fæstir þurfa á því að halda að einhverjir messi yfir því hluti sem flestir vita og praktísera.
Auðvitað er viðkvæðið hjá stofnuninni það að fyrirkomulagið sé til að hjálpa fólki, koma í veg fyrir svindl og svo framvegis.
Það hlýtur hins vegar að vera hægt að byggja betra fyrirkomulag sem skilar sé betur til þeirra sem lenda í þessari ógæfu. Langflestir vilja vinna, eiga möguleika á meiri tekjum heldur en þetta smáræði sem dugar ekki ekki fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að atvinnulaus maður á kost á því að svelta ekki, en húsnæðið er farið, lánin komin í gjalddaga og allt í hönk. Hið eina sem Vinnumálstofnun dettur svo í hug er að auðvelda rekstur stofnunarinnar með því að opna fyrir rafræna UMSÓKN. Þvílík della.
![]() |
Rafræn umsókn um atvinnuleysisbætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eðlilega stendur Sjálfstæðisflokkurinn höllum fæti
30.10.2008 | 19:01
Þjóðin gengur í gegnum verstu efnahagsþrengingar sögunnar. Margir draga einhliða ályktanir af staðreyndum. Nefna m.a. þetta: Sjáflstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðustu sautján árin. Bankakerfið var einkavætt á þessum tíma með tilstyrk Alþýðuflokks/Samfylkingar og Framsóknarflokks. Með tilstyrk Alþýðuflokks/Samfylkingar gerði landið aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Sjálfstæðislokkurinn hefur verið í forystu þeirra sem vilja efla frjálsræði í atvinnulífinu. Eðlileg vilja menn tenga hrakfarirnar í efnahagslífinu áðurnefndum staðreyndum.
Það þarf þó mikið ímyndunarafl til svo kenna mætti Sjálfstæðisflokknum um hin alþjóðlegu bankakreppu sem skall á þjóðinni og olli þannig þeim hamförum sem hrjá okkur núna.
Vissulega hefði verið hægt að standa betur að málum og þess vegna er fólk óánægt og kallar nú Sjálfstæðisflokkinn til ábyrgðar. Flokkurinn er hins vegar nægilega stór til að axla sína ábyrgð. Hún verður hins vegar að vera réttmæt.
Menn eiga þó eftir að sjá að ríkisstjórnin undir forystu Geris H. Haarde hefur tekið rétt á málunum. Það skilst líklegast ekki fyrr en síðar. Þá verður væntanlega komin niðurstaða í málaferlunum við Breta. Þá verður efnahagur landsins búinn að ná sér og þá verður ekki síst ljóst hverjir gerðu mistök og hver þau voru. Þá verður kominn tími á kosningar og þá munu skoðanakannanir eðlilega sýna allt aðra niðurstöðu einfaldlega vegna þess að fólk er ekki fífl, fólk hugsar og tekur afstöðu með rökum.
Þá munu þau 34% sem ekki tóku þátt í könnuninni leggja Sjálfstæðisflokknum lið vegna þess allir munu sjá að Sjáflstæðisflokknum verður ekki ekki kennt um hina alþjóðlegu kreppu né heldur verk þeirra sem áttu og stýrðu íslensku bönkunum.
![]() |
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Notum sömu skilyrði og um hæfi dómara
30.10.2008 | 13:57
Ætli það sé ekki mikilvægast í þessu máli að farið sé eftir hæfi dómara.Hann er einfaldlega vanhæfur ef hann er skyldur málsaðila eða tengdur honum eða hefur starfað fyrir hann. Almennt geta verið uppi ástæður sem dregið geta í vafa óhlutdrægni þess sem starfar sem dómari.
Bæði Valtýr Sigurðsson og Bogi Nilsson munu vera hinir mætustu menn og vammlausir. Þar af leiðandi er engin ástæða til að koma þeim í slíka klípu að einhverjir geti dregið hlutdrægni þeirra í ef og þar af leiðandi varpað rýrð á rannsókn þeirra á starfsemi viðskiptabankanna þriggja.
Ljóst er að fjöldi manna getur tekið að sér þetta verkefni aðrir en Valtýr og Bogi.
![]() |
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |