Forsendurnar hafa ekki breyst
13.10.2008 | 18:06
Sjávarútvegsráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki eigi að auka við þorskveiðikvótann þrátt fyrir efnahaghremmingarnar. Hann hefur rétt fyrir sér enda ljóst að gengi fiskistofnanna ræðst ekki af gengi krónunnar.
Sama gildir með umhverfismat vegna álvers á Bakka. Forsendur ákvörðunar um umhverfismatið breytast ekki þrátt fyrir að efnahagsaðstæður séu aðrar núna en fyrir mánuði.
Menn verða einfaldlega að gera sér grein fyrir þeirri hættu sem getur skapast ef farið er að hringla með þessi mál. Auk þess hljóta stjórnvaldsákvarðanir að stand nema því aðeins og þær séu illa grundaðar.
Það er svo allt annað mál og ekki síður alvarlegt ef ráðherra hefur ekki haldbær rök fyrir ákvörðunum sínum. Mér sýnist þó að bæði sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra standi sig alveg prýðilega í stykkinu.
![]() |
Allt í fína á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enginn hlustar, enginn les ...
13.10.2008 | 15:14
Vinur minn einn hélt því fram að Davíð hefði orðið til þess að Kaupþing féll. Hann hafði rangt fyrir sér eins og í svo mörgu öðru þegar kemur að stjórnmálum.
Menn göspruðu um það sem Davíð átti að hafa sagt en engum datt í hug að skoða það sem hann sagði. Menn kjafta sig bara áfram án tillits til staðreynda og trúa öllu sem sagt er í bloggi. Menn trú því að Davíð sé vondur af því að fjöldi manna hefur sagt það nógu oft og nógu lengi. Enginn hlustar lengur, enginn les.
Nú er kjörtíð fyrir Gróu á Leiti. Við eigum að lesa okkur til áður en við fullyrðum. Það er grundvallaratriði. Hvað sagði svo Davíð sem varð þess valdandi að Kaupþing féll? Kannski er hann alsaklaus af því.
![]() |
Hvað sagði Davíð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dilkakjötið á 699 kr/kg
13.10.2008 | 13:33
Það skyldi þó ekki vera að íslenskur landbúnaður muni bjarga þjóðinni enn einu sinni. Í langan tíma hafa fjölmargir krafist þesss að innflutningur erlendra landbúnaðarafurða verði gefinn frjáls. Sem betur fer hefur það ekki verið gert ennþá enda hafði það gert því sem næst útaf við landbúnaðinn.
Staðreyndin er einfaldlega sú að við þurfum á innlendum landbúnaði að halda. Hvert einasta ríki verður að geta treyst því að geta brauðfætt landsmenn sína. Þetta á jafnvel enn frekar við um eyland eins og Ísland. Menn trúðu því ekki að til þess geti komið að innflutningur á matvælum geti stöðvast. Margir hlógu hrossahlátri og sögðu að ekkert gæti komið í veg fyrir innflutning. Aldrei neinar styrjaldir, aldrei sjúkdómar í gróðri, alltaf verða til skip, alltaf verða til umframafurðir hjá öðrum. En hvað hefur gerst? Núna vantar einfaldlega gjaldeyri til að kaupa inn matvæli. Greinilega liggur fæðuöryggi okkar í landbúnaðinum.
Ég treysti á íslenskan landbúnað. Er á leiðinni í Sölufélag Austur-Húnvetninga, sem er sláturhúsið á Blönduósi, og ætla að kaupa þar ýmislegt. Þar kostar dilkakjötið í heilum skrokki 699 kr/kg, frosið lambalæri 1.100 og af veturgömlu er kílóverðið enn lægra. Og hjörtun sem er herramannsmatur kostar 190 kr/kg hjá SAH.
Svo ætla ég að fara til Móa og athuga hvort ég fái ekki frosna kjúklinga á góðu verði.
Nei, ég er ekki að hamstra, en allur er varinn góður ...
![]() |
Íslendingar birgja sig upp af mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)