Dilkakjötið á 699 kr/kg

Það skyldi þó ekki vera að íslenskur landbúnaður muni bjarga þjóðinni enn einu sinni. Í langan tíma hafa fjölmargir krafist þesss að innflutningur erlendra landbúnaðarafurða verði gefinn frjáls. Sem betur fer hefur það ekki verið gert ennþá enda hafði það gert því sem næst útaf við landbúnaðinn.

Staðreyndin er einfaldlega sú að við þurfum á innlendum landbúnaði að halda. Hvert einasta ríki verður að geta treyst því að geta brauðfætt landsmenn sína. Þetta á jafnvel enn frekar við um eyland eins og Ísland. Menn trúðu því ekki að til þess geti komið að innflutningur á matvælum geti stöðvast. Margir hlógu hrossahlátri og sögðu að ekkert gæti komið í veg fyrir innflutning. Aldrei neinar styrjaldir, aldrei sjúkdómar í gróðri, alltaf verða til skip, alltaf verða til umframafurðir hjá öðrum. En hvað hefur gerst? Núna vantar einfaldlega gjaldeyri til að kaupa inn matvæli. Greinilega liggur fæðuöryggi okkar í landbúnaðinum.

Ég treysti á íslenskan landbúnað. Er á leiðinni í Sölufélag Austur-Húnvetninga, sem er sláturhúsið á Blönduósi, og ætla að kaupa þar ýmislegt. Þar kostar dilkakjötið í heilum skrokki 699 kr/kg, frosið lambalæri 1.100 og af veturgömlu er kílóverðið enn lægra. Og hjörtun sem er herramannsmatur kostar 190 kr/kg hjá SAH.

Svo ætla ég að fara til Móa og athuga hvort ég fái ekki frosna kjúklinga á góðu verði.

Nei, ég er ekki að hamstra, en allur er varinn góður ...


mbl.is Íslendingar birgja sig upp af mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Nákvæmlega !

Skákfélagið Goðinn, 13.10.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband