Bloggfćrslur mánađarins, maí 2015

Fór á hnefaleika međ dvergum og horfđi á dverga berjast

Óli Geir horfđi á hnefaleika međ dvergum.150508 DV Á hnefaleikum međ dvergum

Og hvađ kemur mér ţađ viđ ţó einhver náungi, jafnvel ţó hann sé íslenskur fari međ dvergum á hnefaleika? Janvel ţó hann hafi fariđ einn.

Jú, svo kemur ţađ fram í fréttinni ađ samferđamenn hans á hnefaleikunum voru ekki svokallađir dvergar heldur voru ţađ ţeir sem börđust međ hnúum. Blađamađurinn bjó til tvíátta fyrirsögn, ef nota má ţađ orđalag.

Léleg, hugsađi ég. Ţótti myndirnar ómerkilegar sem og öll fréttin.

Hvert er annars fréttamat fjölmiđla? Og hvernig vill ţađ til ađ svona rugl ratar inn á fréttavefs? Hvernig í ósköpunum dettur blađamanninum í hug ađ birta svona vitleysu, já eđa fréttastjóranum eđa ritstjórnunum?

Eftirtektarverđast er ţó niđurlag „fréttarinnar“ um hann Óla Geir, plötusnúđ:

Óli Geir hefur bardúsađ ýmislegt í fríinu og fór međal annars á tónleika međ breska tónlistarmanninum Sam Smith.

Jamm og já. Ég er eiginlega mest hissa á ađ „blađamađurinn“ sem skrifađi „fréttina“ skuli ekki sjálfur vera í fríi frá blađamennsku. Hann á ţar ekkert erindi. Velti ţví fyrir mér í framhaldinu hvort DV eigi einhvert erindi á íslenskum fjölmiđlamarkađi.


Allt gult í grćnni auglýsingu

NorđurálAuglýsingar skipta mál, ţađ er óumdeilt. Vel gerđar auglýsingar eru styrkur, lélegar auglýsingar geta skapađ vandamál.

Til hliđar er auglýsing Norđuráls ţar sem fyrirtćkiđ óskar Landsvirkjun til hamingju međ 50 ár af grćnni orku.

Ţví miđur er ekkert grćnt í auglýsingunni. Ekkert. Gult grasiđ virđist sviđiđ og jafnvel snjórinn í fjöllunum er gulur. Vonandi er ţetta ekki vegna mengunar frá Norđuráli.

Líklegasta skýringin er sú ađ myndin er tekin ađ vorlagi eđa í vetrarsól. Hönnuđur auglýsingarinnar hefur síđan ađeins fiktađ viđ hana, reynt ađ gera hana hlýlegri. Afleiđing er sú ađ yfir myndinni er einhver gul slikja.

Valiđ á myndinni er mistök, sé ćtlunin ađ sýna fram á grćna orku. Velja hefđi ţurft betri mynd til ađ auglýsing hefđi náđ tilgangi sínum.


Rétt upp hönd sem notar prentađa símaskrá ...

Símaskráin er komin út ...! Ja, hérna. Og ég sem hélt ađ útgáfu hennar hefđi veriđ hćtt. Í sannleika sagt man ég ekki hvenćr ég tók mér bókina síđast í hönd til ađ leita ađ símanúmeri. Líklegast á síđustu öld. Og símafyrirtćkiđ Já segir í auglýsingu í Morgunblađi dagsins: „Hér sćkir ţú ţitt eintak.“ Mitt eintak, hvorki meira né minna ... 

Ég er nćstum ţví viss um ađ mörgum ţykir prentuđ símaskrá eyđsla á peningum, pappír og trjám, umhverfislega slćm hugmynd. Flestir nota tölvu, snjallsíma eđa spjaldtölvu ţurfi ţeir ađ finna símanúmer hjá einstaklingum eđa fyrirtćkjum. Ég opna ja.is og slć inn nafn og fć á sekúndubroti niđurstöđur. Sami ferill međ símaskrá tekur miklu lengri tíma og ţar ađ auki er niđurstađan oft ekki góđ, númeriđ getur veriđ gamalt og heimilfangiđ úrelt.

Viđurkenni fúslega ađ hér áđur fyrr var mađur ansi leikinn ađ fletta í símaskránni. Slíkur hćfileiki er ekki međfćddur, ađeins er nauđsynlegt ađ kunna stafrófiđ, ţađ íslenska á ég viđ. Margt yngra fólk á í vandrćđum međ stafrófiđ, ef til vill af ţví ađ ţađ notar ekki símaskrá.

Prentuđ símaskrá er stór, ţung og full af prentsvertu. Ferlega ógeđfelld í sjálfu sér, rétt eins og dagblöđin. Morgunblađiđ les ég sem áskrifandi í netútgáfunni og svo hefur veriđ nćr alla ţessa öld. Prentuđu eintaki af Fréttablađinu fletti ég stundum. Mér finnst ţađ eiginlega jafn leiđinlegt og símaskráin. Sem sagt ég leitast viđ ađ afla mér upplýsinga á netinu, vel síđur prentađar útgáfur nema ef til vill bćkur sem ég fć ekki í tölvutćkri útgáfu.

Og jú, ţađ er rétt. Já eđa ja.is gefur út símaskrána. Held ađ ástćđan sé fyrst og fremst sala auglýsinga, ţori ţó ekki ađ fullyrđa ţađ enda hef ég ekki skođa símaskrána lengi. Man bara ađ síđast ţegar ég gáđi voru auglýsingar í henni.

Jú, ţađ er rétt hjá ţér lesandi góđur. Auđvitađ hljóta margir ţeir ađ nota símaskrána sem ekki eru „tölvulćsir“ eins og ţađ heitir víst. Ugglaust margir eldri borgarar og svo ţeir sem ekki hafa ađgang ađ tölvu. Já (ţetta er upphrópun, ekki ja.is), líklega er ţörf á prentađri símaskrá, einhver eftirspurn er eftir henni.

Ţegar öllu er á botninn hvolft er símaţjónustufyrirtćkinu Já samt alveg óhćtt ađ láta einhvern annan fá eintakiđ mitt. Nei, ég hef ekki áhuga á ađ fá ţađ.


Leyfiđ Hreiđari Má ađ búa heima hjá sér á međan

Komiđ er upp vandamál vegna afplánunar Hreiđars Más Sigurđsson, fyrirverandi bankastjóra Kaupţings. Hann afplánar dóm sinn á Kvíabryggju á Snćfellsnesi og ţarf ađ ferđast daglega međan á réttarhöldunum stendur 354 km. Fangelsismálastofnun hefur ekki efni á ţessu og vill í ofanálag ekki leyfa manninum ađ leggja til bíl og bílstjóra til fararinnar, stofnuninni ađ kostnađarlausu.

Ţess í stađ er hann látinn dúsa í litlum fangaklefa í Hegningarhúsinu á Skólavörđustíg, sem hreint út sagt hlýtur ađ vera illur kostur.

Skárri kostur er auđvitađ sá ađ taka tilbođi Hreiđars Más um bíl og bílstjóra eđa leyfa manninum ađ búa heima hjá sér í nokkurs konar stofufangelsi ţar til málflutningnum sem honum viđkemur er lokiđ. Í báđum tilvikum sparar ríkiđ mikiđ fé en Hreiđar er á öruggum stađ og er ábyggilega ekki í flóttahugleiđingum né heldur er hćtta á ađ ađ brjóti af sér frekar en komiđ er.

Hreiđar Már á eins og viđ hin réttindi í ţessu ţjóđfélagi ţrátt fyrir ţađ sem á hefur gengiđ. Miklu skynsamlegra er ađ leysa málin á ţann hátt sem hagkvćmast er heldur en ađ berjast viđ ađ halda manninum föngnum viđ óeđlilegar ađstćđur.

Ég tek ţađ fram ađ ég ţekki manninn ekkert.


mbl.is Neitađ um flutninga í dómsal
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband