Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015
Fjarstýringar valda náttúruskaða á fjarlægum plánetum
1.4.2015 | 14:44
Á miðjum þeim degi sem nefndur er 1. apríl rekst maður á svo lygilega frétt að hún gæti vissulega verið tómt skrök ef ekki væri dagurinn sem hann er. Þannig eru mál vaxin að útlenskir vísindamenn hafa komist að því að fjarstýringar geta valdið alvarlegum skaða, að minnsta kosti segir svo í ritinu Sience for Intellectuals, sfi.com.
Bent er á að fjarstýringar senda geisla sem vaða í gegnum fólk og oft steinsteypta veggi áður en þeir lenda í þeim tækjum sem þeim eru ætluð. Oftar en ekki halda þeir áfram út í hið óendanlega. Fullyrt er að þessir óendanlegu geislar myndi, þegar þeir koma saman, eitt ægilegt svarthol með öllum þeim hörmungum sem tilheyra slíkum. Þessu til sönnunar er bent er á að svarthol þekktust ekki fyrr en efir að fjarstýringar komu til sögunnar. Vísindamenn frá álíka stofnunum og NASA segja að öll þessi notkun á fjarstýringum sé stórhættuleg, búi hreinlega til geisla sem komi saman út í geimnum og valdi þar stórkostlegum náttúruskaða, eyðileggi heilu sólkerfin og útrými plánetum, jafnvel þeim sem jarðarbúar þekki hvorki haus né sporð á. Það sem verra er, telja vísindamenn, er sú staðreynd að aungvir geislar gangi beina leið heldur beygja þeir. Því má búast við að samansettir fjarstýringargeislar munu fyrr en síðar snúa aftur til uppruna síns og mynda svarthol, það er hér á jörðu. Reiknað er með að fyrstu vísbendingar um svarholsmyndun munið hefjast eftir um það bil eitt ár.
Því eru það tilmæli vísindamanna að mannkynið hætti notkun á fjarstýringum af öllu tagi, hvaða nafni sem þeir nefnast; sjónvarps, útvarps, hljómtækja, bílskúrs, leikfanga, dróna ...
Til þess að vera viss er talið öruggast að hætta að nota allt sem telst þráðlaust.
Meira var ég nú ekki búinn að þýða. Verða að hætta því gsm síminn hringir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)