Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Ólína í fýlu vegna lýðræðisins

Þeir geta ekki dulið vonbrigði sín og gremju vegna úrslita forsetakosninganna, þingmenn ríkisstjórnarinnar.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, reynir að krafsa í grafarbakkann og heldur því fram að kosning Ólafs Ragnars sé ekki „sannfærandi“. Og svo mikill er skilningurinn á fótbolta að hún ber þær saman við kosningarnar og heldur því fram að niðurstaðan sé gult spjald fyrir sigurvegarann.

Formaður þingflokks vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, telur grætur mikið á bloggsíðu sinni og lemur á mótframbjóðendunum fyrir að hafa ekki reynst vera nógu kraftmiklir gegn Ólafi. Úr sömu ríkisstjórnargröf og Ólína heldur hann því fram líkt og hún að lítil kjörsókn sé ávirðing gegn Ólafi.

Þjóðinni er skemmt. Ríkisstjórnin situr nú uppi með forseta sem hefur reynst henni óþægilegur ljár í þúfu í stað þess að vera samstarfsmaður. Hann tók á síðasta kjörtímabili afstöðu með þjóðinni og það er ástæðan fyrir fýlunni í Ólínu og Birni Val. Þau mega reyna hvað þau geta til að sverta forsetann með misheppnaðri talnaspeki í bland við heimagerðar skýringar.

Skiptir sú skoðun Ólínar Þorvarðardóttur einhverju máli að forsetinn hafi fengið „35% atkvæðisbærra manna í landinu — þ.e. 52,8%  þeirra 69,2% sem yfirleitt skiluðu sér á kjörstað“? Hvað má þá segja um kjörsókn í kosningunum um stjórnlagaráðið.

Þá var kjörsóknin 36% en nú í síðustu forsetakosningum var hún 69%. Sé gult spjald núna á Ólaf Ragnar vegna kjörsóknar var þá ekki spjaldið rautt á ríkisstjórnina fyrir stjórnlagaráðskosningarnar? Munum svo eftir þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave og veltum fyrir okkur litinn á spjaldinu sem ríkisstjórnin fékk þá. Hún fór bara í fýlu rétt eins og núna.

Svona hefur allt snúist í höndum ríkisstjórnarinnar, ekkert gengur lengur upp. Enn og aftur er lýðræðið orðið stjórnarliðum til mikilla leiðinda. 


mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband