Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Stjórnarandstaðan og almenningur með forystu
25.2.2010 | 10:16
Ríkisstjórnin er með ólund og hún hefur dregið lappirnar í Icesave málinu í nærri eitt ár. Sá tími hefur einkennst af ótímabærum og fljótfærnislegum yfirlýsingum. Heimsendaspárnar hennar hafa enn ekki ræst og samt eru Bretar og Hellendingar tilbúnir til viðræðna.
Pólitískt séð hefur ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar látið stilla sér upp við vegg. Næst á dagskránni er þjóðaratkvæðagreiðslan sem þýðir þýðir hrein og klár aftaka ríkisstjórnar.
Á sama tíma og stjórnarandstaðan hefur forystu í Icesave málinu standa almennir borgarar fyrir vörn þjóðarinnar á innlendri og erlendri grundu. Hinn ágæti InDefence hópurinn sem hefur sýnt og sannað að drifkraftur þjóðarinnar er fyrst og fremst meðal almennings, ríkisstjórn og meirihluti þingsins er annars hugar.
Þetta leiðir hugan að samsetningu löggjafarsamkundunnar. Liðið sem þar hefur meirihluta hrópaði manna hæst eftir hrunið en er nú tekið að sér það hlutverk að vera málsvarar kerfisins.
InDefence til Hollands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loka inni heiðarlegt fólk til að finna glæpamenn?
19.2.2010 | 21:42
Hugmyndin um vinnustaðaskírteini er einhvers sú heimskulegasta sem þessi ríkisstjórn hefur lagt fram - og er þó af mörgu að taka.
Hversu erfitt er að fletta upp á þeim sem eru á bótum? Þeir eru allir skráðir hjá Vinnumálastofnun eða Tryggingastofnun.
Ekki þarf nema tvennt til að komast að því hvort maður sé á skrá hjá stofnuninni.
- GSM síma og símanúmer hjá starfsmanni stofnunarinnar sem flett getur upp á kennitölu og nafni meðan beðið er
- Fartölvu og tengingu í gegnum GSM síma við net Vinnumálastofnunar, Ríkissskattstjóra eða útlendingastofnunar.
Eru stjórnvöld svo gjörsamlega týnd í skrifræðiskratismanum að þeim sé fyrirmunað að brúka heilbrigða skynsemi? Með sama þankagangi ættum við að loka inni heiðarlegt fólk til að finna glæpamennina?
Svo er um leið kastað ryki í augu almennings með flottum orðum og frösum eins og stöðugleikasáttmáli, virkt samstarf um eftirlit, umsamin réttindi og svo framvegis.
Nei, nú er nóg komið. Það kemur ekki til mála að ég beri fleiri skírteini sem sanni hver ég er og hjá hverjum ég vinn. Þá segir skrifræðiskratinn Árni Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra: Ef þú gerir það ekki þá sektum við þig eða setjum í steininn ...
En ég segi þá á móti: Árni, ef þú lætur verða af þessu, þá er tími til kominn að búsáhaldabyltingin éti börnin sín. Þinn tími er kominn. Farðu.
Vinnustaðaskírteini og eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gjaldþrotaleiðin, lögleg en siðlaus
17.2.2010 | 15:01
Bankarnir valda miklum vandamálum með yfirtöku sinni. Samkeppnisstaða fyrirtækja sem enn eru í rekstri en þjást af skuldsetningu er mjög höll gagnvart þeim sem bankarnir hafa yfirtekið með eða án gjaldþrots. Fyrirtæki sem hafa verið aflúsuð af bönkunum hafa einfaldlega yfirburði á markaði.
Og hvað á þá að gera? Jú, það þarf að marka stefnu í þessum málum, koma því þannig fyrir að staða fyrirtæki verði eftir því sem kostur er jöfn. Eigendur fyrirtækja eiga ekki aðra möguleika en setja þau í gjaldþrot og stofna síðan önnur ný með nákvæmlega sama starfsfólki, sama tækjabúnaði, sama húsnæði og keimlíku nafni. Þetta er löglegt en siðlaust, svo gripið sé til orða sem eitt sinn voru fleyg.
Það þýðir ekkert fyrir þingmenn stjórnarflokkana að rísa núna upp á afturlappirnar og hvæsa að bönkunum. Engin lög eða reglur hafa verið sett um bætt siðferði taka á þessum málum hvað þá pólitísk stefnumótun um hvað skuli gera við fyrirtæki sem tekin eru yfir.
Það er bara Jóhanna Sigurðardóttir sem hefur heimild til að lýsa yfir vandlætingu og vanþóknun á stöðu mála enda er hún bara forsætisráðherra og stikkfrí. Af öðrum verður að krefjast einhverrrar lágmarks skynsemi.
Er svona mikið mál fyrir stjórnarþingmenn að álykta eða fá lög sett sem taka á vandanum?
Gagnrýndi vinnubrögð bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veðurspá var slæm ... Og hvað með það?
15.2.2010 | 14:21
Það er svo auðvelt að gagnrýna. Sérstaklega fyrir þá sem eru staddir langt frá vettvangi og hafa ekki annað fyrir sér en þau sem gerðist. Meira að segja háttvirtur sýslumaður er orðinn forvitinn og vill vinna sér inn prik með því að taka þátt.
Veðurspáin var slæm ... Og hvað með það. Veðurspáin er ekki óyggjandi, síður en svo. Ótalmargt hefur áhrif á veðrið og flestir vita að innan spásvæðis geta aðstæður verið ólíkar. Í norðanátt er logn sunnan við húsið. Besti aðilinn til að meta aðstæður er yfirleitt sá sem er staddur á vettvangi. Ekki þeir sem heima sitja.
Í þessu tilviki þekkja starfsmenn fyrirtækisins aðstæður best og hafa reynslu af því að meta ástandið.
Óhöpp geta orðið, ekki endilega vegna veðursins heldur gera einhverjir mistök. Í því er einfaldlega vandinn fólginn og þar af leiðandi skiptir miklu að læra af reynslunni. Það munu starfsmenn fyrirtækisins áreiðanlega gera en ekki af því að ómerkilegt sófalið missir sig í bloggfærslum, sýslumaðurinn vaknar eftir að hafa sofið fram á skrifborðið eða fjölmiðlafólk lendir í vandræðum með að fylla dálksentimetra eða fréttatíma.
Eða þekkir einhver fyrirtæki sem sífellt er að týna ferðafólki í vélsleðaferðum í bandbrjáluðu veðri á jöklum? Nei, og hvers vegna eru ekki svona fyrirtæki til?
Sýslumaður rannsakar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samningurinn batnar ekki þó Indriði og Svavar gelti
11.2.2010 | 09:07
Fyrir liggur að samningur ríkisstjórnar Íslands við Breta og Hollendinga um ríkisábyrgð á Icesave mun ekkert skána hversu oft sem Indriði H. Þorláksson og Svavar Gestsson koma fram í fjölmiðlum.
Samningnum verður einfaldlega hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að hann er vondur.
Fullyrða má að réttlætingarherferð fjármálaráðherra fyrir þessum makalausa Icesave samningi byggist ekki á öðrum forsendum en þeim að grafa upp drög að eldri samningi og hrópa: Þó okkar samningur sé slæmur þá hefði hann getað verið verri!
Ríkisstjórnin er í mikilli vörn. Hún gerir sér grein fyrir því að annað hvort verði samningnum hafnað eða nú þurfi að gera nýjan samning. Áður hafði hún fullyrt að samningurinn sem Indriði og Svavar gerðu sé sá besti sem í boði er og þess vegna þyrfti að samþykkja hann sem fyrst, annars ...
Ríkisstjórnin er ber að rangfærslum. Þess vegna beitir hún fyrir sig Indriða og Svavari. Þeir hafa hins vegar aldrei komið að kjarna málsins sem er að samningurinn þeirra er slæmur og verið er að undirbúa nýja samningalotu.
Makalaust innlegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar knappur tími til viðbragða
9.2.2010 | 14:43
Rannsóknarnefnd Alþingis er áreiðanlega að vinna stórvirki. Tvisvar hefur hún frestað birtingu skýrslunnar og ber fyrir sig að verkið sé svo viðamikið. Fáir draga það í efa. Hins vegar skýtur því skökku við að aðeins er veittur 10 daga frestur til að svara andmælabréfinu.
Lögfræðingar ættu nú manna helst að skilja mikilvægi þess að réttur manna til andmæla verður að vera rúmur. Hér er afar brýnt að þeir sem skýrslan fjallar um fái góðan tíma til að svara fyrir sig enda ljóst að mannorð margra þeirra er í húfi. Þessi knappi tími til andmæla vekur undrun og varla von til þess að nokkur maður fái lengri frest til að bregðast við.
Senda út athugasemdabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf forsetinn að vera sammála Samfylkingunni?
1.2.2010 | 15:12
Þau rök eru gagnslaus þegar menn eru stundum sammála forsetanum og stundum ekki. Karl Th. Birgisson fer rangt með að forsetinn hafi ekki tekið afstöðu í fjölmiðlamálinu 2004. Það gerði hann svo sannarlega og síðan hefur forsetinn margoft ítrekað afstöðu sína, hann var og er á móti fjölmiðlalögunum.
Aftur hefur forseti Íslands gripið fram fyrir hendurnar á löggjafarþinginu með því að synja lögunum um ríkisábyrgð á Iceseskuldunum ríkisábyrgð. Hann leggst nú endregið gegn samþykkt Icesave og þar með er hann ósammála þingi og ríkisstjórn.
Að sjálfsögðu eru afskipti forsetans af löglega kjörnu löggjafarvaldi algjörlega óverjandi. Skiptir engu hvort hann sé samkvæmur sjálfum sér eða ekki. Í því er aðalatriðið fólgið, ekki persónuleg afstaða forsetans.
Að sjálfu sér leiðir að nú er komið leikhlé og þjóðin byrjar með boltann að því loknu. Hins vegar er það grátbroslegt þegar samfylkingarmaður veður fram á sjónarsviðið og er aðeins sammála forsetanum þegar hann misbrúkar ekki vald sitt gegn ríkisstjórn Samfylkingarinnar.
Taktu leikhlé, herra forseti" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |