Þrjú atriði sem Hollendingar og Bretar eru alfarið á móti

Ríkisstjórnin ætlar að láta sverfa til stáls í Icesave málinu. Hollendingar og Bretar hafa látið uppi afdráttalausa andstöðu gegn þremur atriðum í samningum:

 

  1. Niðurfelling ríkisábyrgðar á eftirstöðvum sem kunna að vera til staðar eftir 5. júní 2024 skv. 1. grein laganna um ríkisábyrgðina
  2. Hámark ríkisábyrgðar sem á að vera 4% af vexti vergrar landsframleiðslu á árunum 2017 til 2023, skv. 3 gr. laganna um ríkisábyrgðina
  3. Uppgjör Landsbanka Íslands hf. eða þrotabús hans skuli fara samkvæmt íslenskum lögum, skv. 4. gr.  laganna um ríkisábyrgðina

 

Hollendingar og Bretar leggjast gegn fyrstu tveimur liðunum en Bretar hafa snúist hart gegn þriðja liðnum og vilja að uppgjör þrotbús Landsbankans fari eftir breskum lögum.

Á þessu strandar málið og þolinmæði forsætisráðherra er þrotin. Hún vill að málið fari fyrir þingið og þingmenn ríkisstjórnarflokkanna samþykki að láta eftir kröfum Hollendinga og Breta og lagabreytingin gagni í gegn ekki siðar en á laugardaginn. Samfylkingin er ákveðin í því að leyfa ekki þinginu að tefja málið eins og gert var í sumar.

Vandamál Samfylkingarinnar er að hún hefur fengið þau skilaboð frá ESB að ekki verði um samningaviðræður um inngöngu fyrr en Icesave er frá. Hitt vandamálið er Vinstri græn og vangaveltur þeirra um þjóðstjórn. 


mbl.is Þarf niðurstöðu fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Æji - er ekki bara kominn tími á kosningar og taka út þessa ömurlegu Samspillingu, sem er að sanna sig fullkomnlega vanhæfa.

Núna er Samspillingin að raða hnífum í bakið á nýjasta “makanum” sínum, minnir á hegðun “svörtu ekkjunnar” (sem er kónguló bæ þe vei)

Ég man ekki betur en að Samspillingin hafi verið hér við stjórnartauma á þingi þegar öskrað var “vanhæf ríkisstjórn” og barið á búsáhöld, hvernig tókst þeim að koma síðan út úr kosningum með fullt af fylgi. Það skín í snákaeðlið !

Axel Pétur Axelsson, 29.9.2009 kl. 15:12

2 identicon

Ákaflega finnst mér leiðinlegir gestir sem koma uppnefnandi inn í forstofu. Annars held ég að ég geti tekið undir nánast allt sem þú skrifar, Sigurður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, mér finnst Axel hefði átt að vera málefnalegri. Svona hjálpar lítið í umræðunni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.9.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég gef Icesave-stjórninni ekki margra mánaða líf til viðbótar. Við sjáum hvernig VG rótast gegn öllum framkvæmdum í landinu. Þetta munu Sossarnir ekki geta liðið, því annars mun fylgið halda áfram að hrynja af þeim.

Flestir VG menn eru farnir að átta sig á þeirri áhættu sem ESB-umsóknin er. Þrátt fyrir að forusta VG er fylgjandi ESB-aðild, munu almennir félagsmenn taka í taumana.

Niðurlæging Alþingis verður alger, ef Icesave-stjórnin þvingar í gegn eftirgjöf við andskotana í Bretlandi og Hollandi. Þjóðin mun þá gera uppreisn og hausar Jóhönnu og Steingríms fjúka.

Kosningar í árs-byrjun 2010.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.9.2009 kl. 15:28

5 identicon

Kosningar? Fyrir hvað? Þriðju óheillar ríkisstjórnina? Fjórðu? og svo fimmtu?

Sjómenn biðu lengi eftir þessari ríkisstjórn til að lagfæra kvótakerfið. -Það versnaði

Verkamenn biðu lengi eftir þessari ríkisstjórn til að fá betri laun og sanngjarnari vinnutíma. -Það versnaði

Ég beið lengi eftir þessari ríkisstjórn til að fá sanngjarnara fjármálakerfi. -En kerfið hefur versnað

Komi þriðja, fjórða eða fimmta ríkisstjórnin (sama hvað hún inniheldur) þá er ég ani hræddur um að hún nýti meint ástand bara til að láta vont versna fyrir lægri stéttir sammfélagsins.

Skítt með Jóhönnu, Bjarna, Steingrím eða Ólaf Ragnar. Þau eru bara fyrir. Losum okkur frekar við auðvöldin, þau sem raunverulega eru að gera lífið leitt. Stjórnvöld (sama hvað þau heita) munu alltaf vinna fyrir auðvöld svo lengi sem auðvöld eru til. Svo losum okkur við þau.

Ekki kosningu, heldur byltingu

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:30

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við gerum varla byltingu tveir, eða hvað Rúnar ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.9.2009 kl. 15:40

7 Smámynd: Benedikta E

samspillinguna ekki seinna en strax - ÚT - hún er alltaf með hnífasettið á lofti........!

Þjóðstjórn ? þá - án - samspillingarinnar hún hefur málað sig út í horn - hún er stór-hættuleg bæði þjóð og þingi

Mætti ekki kjósa til þings og bæjarstjórnar samtímis í vor ?

Benedikta E, 29.9.2009 kl. 15:49

8 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Gott mál að birta allar athugasemdirnar, þannig að við vitum nú loksins um hvað þær allar eru.

Var ekki atriði tvö upprunalega í lögunum eftirfarandi:

"Þetta hámark miðast á árabilinu 2017–2023 við 4% af vexti vergrar landsframleiðslu mælt í pundum vegna lánasamningsins við breska ríkið og 2% af vexti vergrar landsframleiðslu mælt í evrum vegna lánasamningsins við hollenska ríkið."

Bjarni Kristjánsson, 29.9.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband