Og formaður félags fasteignasala sagði ástandið vera að lagast
29.9.2009 | 14:14
Og formaður Félags fasteignasala hélt því fram fyrr í mánuðinum að markaðurinn sé að lagast.
Verð endilega að vísa hér í blogg sem ég skrifaði í morgun eftir að ég hafði lesið fína grein í Morgunblaði dagsins eftir Magnús Halldórsson, blaðamann. Sjá nánar á http://sigsig.blog.is.
Magnús hélt því fram í grein sinni að markaðurinn væri því sem næst frosinn. Formaður félags fasteignasala hélt því fram fyrir um hálfum mánuði að hann væri að lagast. Könnun Gallup bendir til þess að fasteignamarkaðurinn sé ekki bara frosinn heldur harðfrosinn. Tóm þvæla og vitleysa í formanninum.
Sama er að segja með bílamarkaðinn. Þúsundir manna eru í þeim sporum að geta ekki leyft sér þann munað að skipta um bíl vegna þess að höfuðstóll bílalánsins er orðinn því sem næst tvöfalt verð hans.
Það þýðir einfaldlega það að bílaumboðin og bílasölurnar verða að þreyja þorrann eða fara á hausinn. Maður kaupir einfaldlega ekki bíl meðan ástandið er svona.
Afar fáir ætla að kaupa íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt FMR er markaðurinn aðeins að lifna aftur. Er þó enn helmingur af því sem var árið 2001 eða réttara sagt fjórðungur ef tekið er tillit til verðþróunar. Velta upp á 1.5 milljarða er nú ekki algjört frost, en jæja vel kælt skulum við segja.
Það virðist hins vegar vera eitthvert líf í byggingamarkaðnum ef marka má tölur frá Hagstofunni.
Ekki nein svakaleg batamerki en þó samt.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.