Eva Joly gerir það sem forsætisráðherra á að gera

Þau skilaboð eru nú send til nágrannalandanna að verið sé að rannsaka ástæður bankahrunsins. Hins vegar veltir maður því fyrir sér hvers vegna Eva Joly þurfi að taka að sér þetta verkefni, sem hún vissulega gerir vel. Hvar er forsætisráðherra? Hvers vegna heldur hún sig heima bak við lokaðar dyr.

Eru til einhverjar leiðbeiningar fyrir forsætisráðherra í hverjum stendur að embættið skuli ekki tjá sig um mikilvægustu mál þjóðar sinnar?

Eða er möguleiki á að forsætisráðherra Íslands skemmi fyrir málstað þjóðarinnar með því að tjá sig á erlendum vettvangi?

Er ástæða til að senda fleiri embættismenn en sérlegan ráðgjafa í bankahruninu í kynningarmálin fyrst forsætisráðherra og ríkisstjórnin vilja halda sig til hlés ... 

 


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Gæti ekki verði meira sammála þér minn kæri. Ég er reyndar á því að Jóhanna Sigurðardóttir ætti ekki að vera í sviðsljósinu, hvorki í sjónvarpi né á fundum. Hún er bæði of ljót að mínu mati og með leiðinlega rödd og leiðinlegan talanda að ekki sé talað um leiðinlegt fas.

Ingibjörg Sólrún hafði þó þann sið að brosa annað slagið. Svo er kynhneigð Jóhönnu ekki til að bæta málið að mínu mati vegna fordóma erlendis sem eru margfaldir miðað við hérlendis.

Ég hef sjálfur talað um Madoff til samanburðar við Íslensku mafíósana og borið þá saman. Ég er feginn að Eva skyldi varpa þessu fram í stað Jóhönnu og ég vona að Jóhanna haldi sig bara áfram heima hjá sér... því þar á hún heima

Baldur Sigurðarson, 13.9.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er afspyrnu ómálefnalegt innlegg Baldur og engum til sóma að láta svona frá sér fara á opinberum vettvangi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.9.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðveldara er fyrir ráðamenn þjóðarinnar að tjá sig eftir að sérfræðingur í skipulagðri brotastarfsemi hefur lýst ástandinu með skýrslu sinni.

Bretar voru jafn sofandi á verðinum og íslenska Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn. Á þei  bæjum var áhersla lögð á að þegja fremur að skýra málin betur með því að leggja spilin á borðið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.9.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband