Sól á Skagaströnd

Á sama tíma og haglélið gekk yfir Víðidal skein sól á golfvellinum á Skagaströnd, hálfskýjað, norðvestanátt á að giska 6 m/sek og líklega um 12 gráðu hiti.

Þrátt fyrir prýðilegt veður var árangurinn á golfvellinum slakur. Veldur sá er á heldur.  

Skammt er öfganna á milli í íslensku veðurfari. Inn til dala hefur verið frekar þungbúið og þegar sést hefur til fjalla þá skarta þau hvítri kollhúfu. Spákonufelli ofan við Skagaströnd er þó snjólaust og sama á við önnur Skagafjöll. 

Yfirleitt er nú frekar svalara og vindasamara hérna úti á Skaga en í húnvetnsku dölunum en vonandi fáum við ekki haglél fyrr en í fyrsta lagi í haust.

 


mbl.is Háloftakuldar og haglél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alltaf sól á Skagaströnd, ef ekki í lofti þá í sinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband