Féþúfa án skilyrða

Þröngsýnum embættismönnum og stjórnmálamönnum dettur ekkert í hug annað en gjaldtaka, rukka ferðamanninn.

Verði hafin gjaldtaka á svokölluðum þjónustugjöldum íþjóðgörðum landins má gera ráð fyrir því að einkaaðilar taki víða upp svipuðgjöld á vinsælum ferðamannastöðum. Vandinn sem slíkur fylgir getur veriðgríðarlegur, jafnvel svo að ágangur rukkara verði meira og alvarlegra vandamálheldur en ferðir göngufólks. Og í þokkabót aldeilis óséð hvort nokkuð af þessum fjármunum fari í endurbætur eða auknungu á þjónustu fyrir ferðamenn. 

Hvers vegna fullyrði ég þetta? Jú, af þremur einföldum ástæðum.

  1. Kostnaður vegna gjaldtökunnar er alltaf forgangsatriði. Hann er ekki endilega hlutfallslegur af hverjum aðgangseyri heldur ræðst af þeim sem rukkar og hversu mikið hann leggi í rukkunina.
  2. Möguleikar á svindli verða mjög miklir. Kostnaður einkaaðila jafnt sem opinbers aðila gæti verið 99% af verði aðgöngumiðans, það er innheimtan er orðin að atvinnubótavinnu eða tekjum sem renna jafnvel skattfrjálst í vasann.
  3. Útilokað er að ganga úr skugga um að rétt sé farið með tekjur af aðgangseyrinum og meiri líkur ein minni að hann verði einfaldlega notaður sem féþúfa.
Við fyrstu sýn kann gjaldtaka að vera fýsilegur kostur ekki síst fyrir þá sökþjóðgarðarnir og vinsælir ferðamannastaðir hafa yfirleitt verið afgangsstærð og hvorki Alþingi néframkvæmdavaldið skipt sér mikið af þeim. Ágangur ferðamanna hefur víða valdið því að þeir hafa glataðhluta af aðdráttaraflinu sem í upphafi var áhugi að byggja upp.

Lítið fjármagn í umhverfismál 

Fjármagn hefur víða sárlegavantað i til að byggja upp og viðhalda göngustígakerfiog ýmiskonar annari þjónustu. Þess ber þó að geta að nú þegar er tekið hóflegtgjald af gestum í þjóðgörðunum, þ.e. gistigjald og jafnvel viðdvalargjald endaeru það slíkir gestir sem ferðast mest. Þetta fé er notað til að veita þjónust sem kalla má beina þjónustu, tjaldsvæði, snyrtiaðstöðu og upplýsingamiðlun. Hin óbeina þjónusta hefur víðast setið á hakanum.

Gönguleiðir geta stórskemmt landið 

Eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi,íslenskum sem erlendum, hafa gönguleiðir látið stórlega á sjá. Þeim mun fleirisem nýta sér merktar gönguleiðir þeim mun meira slitna gönguleiðirnar. Þærgrafast niður og í rigningartíð sækir í þær vatn og við það grafast þær ennmeira niður og verða göngumönnum erfiðar. Þeir færa sig þá til og annargöngustígur myndast við hlið þess gamla og sagan endurtekur sig.

Nú er svo komið að alvarlegar skemmdir hafa orðið á ýmsumnáttúruperlum víða um land vegna ágangs ferðamanna og viðhaldsleysi ágöngustígum. Nefna má fjölmarga staði utan þjóðgarða: Gönguleiðir í Goðalandiog Þórsmörk, gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls, göngustígana upp á Þverfellshorni í Esju, göngustíginná Vífilsfell, gönguleiðir í Lakagígum, nokkrir gönguleggir á Hornströndum,gönguleiðir í kringum Landmannalaugar, gönguleiðir við Veiðivötn og leggir áhinni vinsælu gönguleið milli Landmannalauga og Þórsmerkur liggja undirstórskemmdum. Fleiri svæði mætti nefna.

Upp með veskið 

Ólíklegt er ferðamennhagnist á gjaldtöku inn í Dimmuborgir. Verður þá vart stigið niður fæti fyrir rukkurum afýmsu tagi. Hugmyndaríkir landeigendur eða umsjónarmenn landa geta þá séð auðsinn vaxa af almennum viðdvalargjöldum, myndatökugjaldi, akvegagjaldi og ýmsumfleiri gjöldum. Ótal dæmi eru um einhliða gjöld þar sem ekkert kemur í staðinn.  

Ríkissjóður heimtar virðisaukaskatt af viðskiptum fólks. Stór hluti hans verður til af ferðum fólks um landið. Ríkisvaldinu er því engin vorkun að leggja hluta af þessum fjármunum í lagfæringu á vinsælum ferðamannastöðum eins og Dimmuborgum.     


mbl.is Íhuga gjaldtöku í Dimmuborgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Sammála þér í einu og öllu!

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 25.7.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Í þessu samhengi er Landgræðslan einkaaðili þótt hún sé opinber stofnun

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.7.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband