Ónákvæmni í fréttaflutningi fjölmiðla af eldinum

onytt.jpg

Étur nú hver vitleysina upp eftir öðrum. Allt byrjaði þetta hjá Ríkisútvarpinu, fór þangað í Ríkissjónvarpið og nú í blessaðan Moggann.

Enginn mosi er á milli Helgafells og Valahnúka. Og varla logar í mold og melum.

Hins vegar eru mosabreiður norðan og suðaustan við Valahnúka og við Helgafell.

Rétt skal vera rétt. Ónákvæmni blaðamanna er allt of algeng og margir hafa hreinlega enga þekkingu á landinu. Út af fyrir sig er það allt í lagi en þá eiga þeir hinir sömu að vera nægilega skynsamir að afla sér upplýsinga og miðla þeim. Það er blaðamennska.

onytt2.jpg

Á meðfylgjandi korti má sjá afstöðuna. Loftmyndin sýnir einnig hvernig hraunið úr Grindaskörðum hefur lagst að hlíðum Helgafells og Valahnúka, runnið í kringum hæðir og loks náð að falla niður vestur fyrir Helgafell.

Dökki bletturinn vestan við Helgafell er ekki stöðuvatn heldur leir eða moldarflag.

Af lýsingu má gera ráð fyrir að eldurinn sé í mosanum einhvers staðar suðaustan við skarðið milli Helgafells og Valahúka. Kortið og mynd er frá já.is sem er afbragðs heimild fyrir þá sem vilja t.d. undirbúa gönguferðir.


mbl.is Slökkvistarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Pétursson

Var þarna áðan. Það logar i mosanum í Þríhnúkahrauni, frekar norðanlega.

Takk fyrir ábendinguna um Já. Hafði ekki fattað það.

Ragnar Þór Pétursson

Ragnar Þór Pétursson, 22.7.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Hundshausinn

Sælir félagar,

Eldurinn var reyndar í Tvíbollahrauni - sjá http://ferlir.is/?id=8502

Hundshausinn, 22.7.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Ragnar Þór Pétursson

I stand corrected.

Miðaði við kortið þarna að ofan og sjónlínuna af Helgafelli.

En flottar myndir hjá ferli(r).

Ragnar Þór Pétursson, 22.7.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góð frásögn og vel upplýsandi á vefsvæðinu ferlir.is.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.7.2009 kl. 22:28

6 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

lauk á tólfta tímanum í gærkvöldi samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni

logaði þetta ekki bara fyrir nokkrum klst?
og þessi frétt er byrt kl 20:07
semsagt 20 klst síðan þeir slökktu í þessu en það er greint frá þessum eldi kl 16 sama dag....

slökktu þeir kanski í þessu áður en hann kviknaði?

Hermann Karl Björnsson, 23.7.2009 kl. 01:35

7 Smámynd: Guðni Gíslason

Dökki bletturinn er bara skuggi :)

Guðni Gíslason, 23.7.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband