Þjóðin láni ríkissjóði 100 milljarða fyrir Icesave

Stjórnvöld geta auðveldlega sótt um 100 milljarða lán frá íslensku þjóðinni.

Hugmyndin er sú að þjóðin láni ríkissjóði fé sem bundið verður til ákveðins tíma á hagstæðum vöxtum. Hugsanlega mætti hafa svipaða framkvæmd á þessu eins og þegar lok hringvegarins voru á sínum tíma fjármögnuð á svipaðan hátt.

Með þessu móti væri hægt að efla tryggan sparnað í þjóðfélaginu, greiða niður erlendar skuldir eða auka við framkvæmdir í vegakerfi og atvinnuuppbyggingu, draga úr þörf fyrir erlendar lántökur og ekki síst nýta þann kraft sem til er í þjóðfélaginu sem beinist gegn yfirþyrmandi og lamandi áhrifum Icesave lánsins.

Vandamál ríkisins verða í framtíðinni afborganir af erlendum lánum. Innlendar skuldir ríkisins eru allt annar handleggur og mun auðveldari viðureignar.

Gera má ráð fyrir að hægt verði að afla fimmtíu til eitthundrað milljarða króna í lánsfé innanlands sem þýðir að um það bil fimmtíu þúsund manns láni ríkinu eitthvað á bilinu ein til tvær milljónir króna. Meira er til, það veltur bara á markaðssetningunni.

Eigendur þessa fjárs eru þó afar illa brendir vegna bankahrunsins, handónýtra peningamarkaðssjóða gömlu bankanna og geldra nýrra banka. Spurningin er einingis þessi: Kann ríkissjóður að gera þessa hugmynd að aðlaðandi kosti fyrir þá sem vilja spara og hagnast um leið.

Eða er orðið hagnaður bannorð hjá vinstri stjórninni?


mbl.is Rússalán í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Sigurður,

mér finnst þetta frábær hugmynd sem nauðsynlegt er að útfæra

Kristbjörn Árnason, 16.7.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Birgit Raschhofer

Frábær hugmynd - komdu henni áfram!

Birgit Raschhofer, 16.7.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband