Þráinn vaknar af löngum þingsvefni sínum og bullar

Þráin Bertilsson þarf að gæta að sóma sínum. Hann fer með staðlausa stafi rétt eins og hann væri enn að skrifa í Fréttablaðið. Í þokkabót er víða lítið vit í málflutningi þessa manns sem hingað til hefur sofið manna lengst á Alþingi en vaknar nú með andfælum og bullar tóma vitleysu.

Raunar ætti hann að beina spjótum sínum að eigin flokksmönnum í Borgarahreyfingunni. Var hann sofandi þegar þeir hikuðu við að taka afstöðu til mála og láta vaða í hrossakaup við ríkisstjórnina? Var Þráinn vaknaður þegar stjórnarþingmenn sökuðu Borgarahreyfinguna um að svíkjast um borgun?

Og er það ekki þingmaður þessarar makalausu hreyfingar sem skiptir um skoðun eftir því sem vindurinn blæs? Klauf Þráinn Borgarahreyfinguna sofandi, milli draums og vöku eða var hann með opin augun?

Hvers vegna má þjóðin ekki greiða um það atkvæði hvort sækja skuli um aðild að ESB? Það er engin ástæða til að fara í aðildarviðræður ef þjóðin leggst gegn þeim.

Vilji þjóðin ganga í ESB er nokkuð ljóst að pólitíkst umboð samninganefndafar öflugt.

Einföld samþykkt Alþings hefur ekkert pólitískt vægi vegna þess að einungis er ætlunin að „prófa“ og sjá hvaða árangur næst. Hugur fylgir ekki máli með vilji svo til að þingið samþykki sumsóknina. Það er hverjum manni ljóst og líka Evrópusambandinu.

Og þversögn Þráins er í því fólgin að hann vill ekki leita álits þjóðarinnar, kallar slíkt loddaraskap. Og til að réttlæta sofandahátt sinn lýgur hann því blákalt að þjóðinni að umræða um aðildina hafi:

„... nánast verið bönnuð áratugum saman og þöggun ríkjandi of lengi, alltof lengi, á langri, alltof langri, stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.“

Maðurinn veit betur enda er ofangreind tilvitnun líkast því sem hann skrifaði í mörg ár á þjóhnapp Fréttablaðsins.

Þráinn hefur alllengi sofið á Alþingi. Honum færi best á að leggja sig aftur eða taka upp betri siði.


mbl.is Þráinn greiðir því atkvæði að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

'Hvers vegna má þjóðin ekki greiða um það atkvæði hvort sækja skuli um aðild að ESB? Það er engin ástæða til að fara í aðildarviðræður ef þjóðin leggst gegn þeim.'

Það er bókað málað tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla mun engu breyta. Þjóðin myndi kjósa viðræður að sjálfsögðu. Óbeint má segja að síðustu alþingiskosningar voru vísbending um vilja þjóðarinnar. Íslendingar eru forvitnir og vilja gjarnan spennu. Ástandið í dag sýnir að þingmenn eru ekki starfi sínu vaxnir og kannski myndi þjóðin álíta sem svo að betra væri að hafa 'normalíserandi' reglugerðir frá Brussel til að bæta umræðuna.

Annars er Sjálsftæðisflokkurinn 'looser' og enginn ætti að hlusta á þá málþæfa nema Birgitta. Ég styð hana heilshugar svo hún komist allan hringinn í sömu viikunni.

Gísli Ingvarsson, 15.7.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband