Stórhættuleg gjaldþrotapólitík Árna Þórs Sigurðssonar og félaga
14.7.2009 | 10:36
Hann segir málið lykta af pólitík og veltir fyrir sér hvort viðkomandi séu enn í vinnu hjá fyrrverandi seðlabankastjóra.
Æ fleiri átta sig á því að Icesave samningurinn er afar óhagstæður Íslendingum. Meðal þeirra sem eru á þessari skoðun er Davíð Oddsson og hann hefur ekki legið á skoðun sinni. Fleiri mætti til telja. Og nú virðist sem að lögfræðideild Seðlabankans sjá mjög alvarlega agnúa á samningnum.
Í stað þess að taka aðfinnslum og gagnrýni með jafnaðargeði lætur Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hafa sig út í pólitískar ávirðingar.
- Icesave samningurinn er ekki pólitískur. Hann varðar framtíð þjóðarinnar og sjálfstæði hennar. Svo einfalt er það.
- Icesave samningurinn er ekkert betri þótt svo vilji til að Davíð Oddsson sé efnislega á móti honum.
- Icesave samningurinn skánar ekkert við pólitískt áraglamur Árna Þór Sigurðssonar.
Ríkisstjórnin þarf að átta sig á því að nauðsynlegt er að gera breytingar á Icesave samningnum. Verði hann samþykktur þá spái ég óeirðum á Íslandi.
Eiga Íslendingar að sætta sig við óbreyttan samning vegna óreiðumanna sem gjörbreytt hafa stöðu þjóðarinnar og sett ríkið því sem næst í gjaldþrot.
Nei. Við breytum samningnum þannig að hann verði þjóðinni þolanlegur. Geti formaður utanríkismálanefndar ekki skilið það á hann að segja af sér. Gjaldþrotapólitík Árna Þórs Sigurðssonar og samstarfsmanna hans er þjóðinni stórhættuleg.
Ekki formleg umsögn Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég er sammála því að ef þessi ófögnuður fáist samþyktur þá fari af stað læti sem mótmælin í vetur blikna hjá, þetta bjúrókratahyski verður dregið út á hárinu tjargað og fiðrar áður en við losum okkur við þau í eitt skipti fyrir öll.
Skríll Lýðsson, 14.7.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.