Tilgangslaust og heimskulegt sjónarspil

Ó, hvað við landsbyggðalýðurinn erum hrifnir af ríkisstjórn hinna vinnandi stétta. Hún ætlar að halda fund á Akureyri. Og við gleðjumst.

Hvað heldur ríkisstjórnin að við séu, við þessi landsbyggðalýður, fólkið sem býr annars staðar en á suðvesturhorni landsins? Heldur hún að við sjáum ekki í gegnum svona sjónhverfingar? Heldur hún að við séum fífl?  

Þetta er tóm sýndarmennska. Ríkisstjórnin fær engin prik fyrir að flytja sig og funda einu sinni út á landi, ekki heldur þótt fundirnir verði vikulega á Akureyri eða til skiptis í öllum þéttbýlisstöðum landsins.

Við, rétt eins og aðrir landsmenn, bíðum eftir aðgerðum. Aðgerðum vegna meira en 18.000 manna sem eru án atvinnu, aðgerðum vegna skuldastöðu heimilanna, aðgerðum vegna gengisþróunar, aðgerðum vegna stýrivaxta, aðgerðum vegna verðbólgu.

Þetta er heimskuleg aðgerð og tilgangslaus og gefur til kynna að sjónarspilið skiptir meira máli en raunverulegar aðgerðir. Okkur sem búum annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu er það algjörlega að meinalausu þó ríkisstjórnin og Alþingi fundi í Reykjavík.

 


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hver er að kalla ykkur skríl ? Við þessi örfáu 65 % þjóðarinnar erum ekki hálfdrættingar á við ykkur þegar kemur að atkvæðavægi, svo þið getið vel við unað. Er þessu kanski öfugt farið varðandi orðalagið.

Finnur Bárðarson, 12.5.2009 kl. 10:49

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Svona róaðu þig Finnur og lestu betur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.5.2009 kl. 11:02

3 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Ég gæti trúað að þú þyrftir að gera eina Flugger brellu og mála hjá þér, því þú sérð skrattann á öllum veggjum.

Ríkisstjórnin er á fullu að vinna í málum, taka til eftir ,,hina" sem settu Ísland á hausinn. Ef þér er að meinalausu að stjórnin færi stundum fundi út á land, af hverju þessi gífuryrði? Þetta er skemmtileg tilbreyting og sýnir að þau eru á lífi. Bara gaman að þessu.

Kveðja frá Vestfjörðum.

Gústaf Gústafsson, 12.5.2009 kl. 15:29

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekki sammála þér, Gústaf. .

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.5.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband