Frekar fyndið en dómgreinarlaust ...
9.5.2009 | 17:04
Ætli þessir menn geri sér nokkra grein fyrir því hversu alvarlegt það er að plata fjölmiðla til að flytja rangar fréttir. Eflaust kann einhver að halda því fram að hér sé um græskulaust gaman og vissulega kann það að vera rétt. Uppstoppaður ísbjörn vekur næst mesta athygli úti í náttúrunni og af því má hafa gaman.
Hvar endar skemmtunin ef fleiri vilja taka þátt? Hvernig getum við verið viss um að allir skilji brandarann? Hvað er einhverjir taki fréttina alvarlega? Er það til dæmis fyndið að fullyrða Oddfellowar ferðist fullir á vorin?
Jú, í réttu samhengi má hafa gaman af flestu en það er hörmulegt ef fjölmiðill þarf að biðja lesendur sína afsökunar vegna þess að heimildamenn hans eru dómgreindarlausir eða jafnvel vitlausir.
Hins vegar verð ég að viðurkenna að hafa aðeins glott út í annað þegar ég las að fréttin hafi verið röng. Sérstaklega var vitleysan skemmtileg vegna bloggaranna sem réðu sér varla og kommenteruðu sumir tóma steypu eins og vant er.
Ísbjörninn blekking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ljótt að fara svona með uppstoppað dýr.
Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 18:22
Hefur örugglega varanleg áhrif á sálarlíf þess ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.5.2009 kl. 18:24
Fréttin kom bara á röngum degi. Rúmum fimm vikum of seint.
Landfari, 9.5.2009 kl. 18:33
Á Skagaströnd bíðum við eftir að'ann bresti á með langvarandi ísbjarnarátt ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.5.2009 kl. 18:35
Það er nú gaman að vita að fleiri en pólitíkusar geti blekkt fjölmiðla, en viðbrögð lögreglu eru harðari við þessu en við lygum stjórnmálamanna...
Skaz, 9.5.2009 kl. 20:06
Fyndið - hvað er fyndið við þetta?
Að kalla úr slökkvillið og eða lögreglulið í gabbferð er eitthvað sem óharðnaðir unglingar og þá helst smábörn gera - en svona barnaleg hegðun fullorðinna sýnir dómgreindarskort af hæsta stigi og óábyrgð. Hver vildi hafa slíka menn í vinnu í dag?
Þessir menn hafa vanvirt Oddfellowhreyfinguna og ættu strax að yfirgefa hana sjálfvirljugir - ella vera reknir af forystunni.Guðmundur Jónsson, 9.5.2009 kl. 20:07
... nema þetta hafi verið forystan!
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.5.2009 kl. 20:10
Það er bannað að grínast með ísbirni á Skagaströnd. Sýslumaðurinn kemur og rukkar um hraðasekt ef þið verðið ekki góð....
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 08:06
Rangt var þetta að sjálfsögðu... en engu að síður var þetta einnig bráðfyndið. Fullorðið fólk að gabba lögguna með ísbjarnarfrétt... og það oddfellofar að auka. Það er eitthvað við þetta allt sem fær mann til að brosa breitt.
Við meigum ekki taka allt of alvarlega
Brosveitan - Pétur Reynisson, 10.5.2009 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.