Vindur leggst í ísbjarnaráttir

Manni varð nú ekki um sel í gær þegar úr strangri norðaustanáttin fór að slydda. Fyrsta sem manni datt í hug var hið fornkveðna, að það haustaði snemma á þessu vori ...

En hvaða máli skiptir smá vorhret nútildags? Þau hafa ábyggilega verið alvarlegri fyrr á tímum. 

Það er frekar kalt og hvass á Skagaströnd í dag. Held'ann sé á norðan eða norðvestan og þar með er'ann að hallast í ísbjarnaráttir. Þá má búast við ófögnuði frá Grænlandi, ísbjörnum og svoleiðis leiðindum. Hver veit nema ég þurfi að hafa byssu með mér þegar ég fer að hlaupa út Skaga. Eða kannski á maður að halda sig heima við ...?

En vorhretið er ekki vandamál fyrir neina nema kannski útlendu listamennina sem hér dveljast mánuð í senn hjá Nes listamiðstöð.

Manni dettur í hug að þeir sem koma frá suðlægari löndum sakni án ef vorsins í sinni heimabyggð. Svo þegar þetta ágæta fólk er tekið tali þá segjast svo margir njóta tilbreytingarinnar, sjá og skilja ótamin náttúruöflin og vilja vita hvernig stendur á því að við svona aðstæður búi fólk hér á hjara veraldar.

Og listamennirnir segjast njóta lífsins.

Fyrir vikið geng ég hnarreistur út í norðaustanáttina og húfan fýkur af mér ...


mbl.is Fannhvít jörð í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband