Skyldi páfinn skila marmaranum?

Gaman væri nú að aðrir sem hnuplað hafa í gegnum aldirnar efni úr Colosseum myndu skila því. Til dæmis virðist enginn eftirsjá hjá kirkjunni kaþólsku sem á miðöldum lét greipar sópa um þetta fornfræga hringleikahús til þess eins að ná efni til að gera skreyta Rómarkirkjur.

Margar þeirra hef ég skoðað og þeirra á meðal sjálfa Péturskirkjuna. Vissulega er skrautið og íburðurinn gengdarlaust mikill, alveg yfirþyrmandi. Ég er hins vegar viss um að gvuði sjálfum hafi verið lítill greiði gerður með öllu gullinu og honum finnist kannski meira koma til litlu kirkjunnar á Núpi byggðri úr torfi, grjóti og timbri en andlausum glæsikirkjum í miðborg Rómar. Hygg að margir hafi hreinlega hrokkið af trúnni við að sjá þá ofgnótt sem þar má finna. Enda er sagt að ramminn skipti minna máli en myndefnið.

Þó er ég ekki viss um að æðsti presturinn í Vatikaninu muni stíga fram og gera eins og bandarísku ferðamennirnir. Biðjast afsökunar og skila öllum marmaranum sem einu sinni prýddi Colosseum. Líklega myndi það þýða að fjöldi kirkna í Rómarsókn yrðu ekki svipur hjá sjón. Benni þyrfti nú ekki að skila þýfinu, láta bara afsökunina duga. 


mbl.is Skiluðu flísinni 25 árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband