Rosalegt atvinnuleysi og ráðþrota minnihlutastjórn

Ráðist skal í sértæk átaksverkefni með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum til að vinna gegn atvinnuleysi.

Mjög áhugavert er að lesa þetta í ljósi fréttarinnar um að 18.000 manns eru á atvinnuleysisskrá á Íslandi.

Þetta er auðvitað úr stjórnarsattmála minnihlustastjórnarinnar sem situr með tilstyrk Framsóknarflokksins. 

Vinstri flokkana hefur aldrei skort stóru orðin en oftast hafa efndirnar verið lakari.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon hafa hingað til talið sig málsvara allra minnihlutahópa í þjóðfélaginu og haft uppi stór orð þeim til varnar. Þegar á reynir eru þau bara bullarar og kjaftaskar (afsakið orðbragðið en hvað á maður að segja?), gjörsamlega getulaus.

Eftir tveggja mánaða starfstíma minnihlutastjórnarinnar er ljóst að loforðin hafa verið SVIKIN í atvinnumálum eins víðast annars staðar. Minnihlutastjórnin er gjörsamlega stefnulaus og ófær um að taka til hendinni.

Á meðan 18.000 Íslendingar eru atvinnulausir er ríkisstjórnin að berja á Sjálfstæðisflokknum fyrir að vera á öndverðri skoðun við vinstri flokkana í STJÓRNARSKRÁRMÁLINU.

Hvers konar bull er þetta að eyða dýrmætum tíma í pólitískan leikarskap í stað þess að vinna að því að leysa þjóðina úr viðjum atvinnuleysis.

Mesta böl þjóðarinnar er ATVINNULEYSIÐ, ekki stjórnarskráin, ekki verðtryggingin, ekki tónlistarhúsið, ekki Icesave reikningarnir, ekki hallarekstur ríkissjóðs, ekki krónan, ekki útrásarvíkingarnir, ekki súludansstaðir.

Skilja vinstri menn ekki alvöru málsins eða eru þeir bara sáttir með að hafa ráðherrastólana og vegtyllurnar? 

Hvar eru nú sértæku átaksverkefnin og öflugu vinnumarkaðsaðgerðir minnihlutastjórnarinnar?

Ég lýsi hér með eftir þeim.


mbl.is 17.944 á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Vinstra liðið hefur alltaf verið með hugann við gæluverkefni sem kostuð eru af ríkisjóð,þar er engin breyting á svo á að hegna þeim sem hugsanlega hagnast eitthvað á atvinnurekstri.

Loftbólumeistararnir voru reyndar undantekning Samspillingin var mjög hrifin af þeim og vildi allt fyrir þá gera.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.4.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það átti að kynna þessa stjórn við styttu Jóns Sigurðssonar, en var hætt við og seinkað um nokkra daga. Það þurfti meiri tíma til að klára sáttmálann og hnýta lausa enda.

Svo var allt klappað og klárt og JS í sitt fyrsta Kastljós sem forsætisráðherra.

Hún ræddi fjálglega um að reka Davíð úr seðlabankanum en þegar kom að öðrum málum var ÖLLU svarað með því að það væri verið "að skoða málin". Síðan hefur þetta verið skoðunarstjórn.

Í þessum eina þætti svaraði hún átján sinnum að það væri verið að skoða málin.

Þessi setning sem þú birtir, "ráðist skal í sértæk átaksverkefni ..." er af sama toga. Vangaveltur og pælingar en engar áþreifanlegar aðgerðir. 

Haraldur Hansson, 3.4.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þessi staða er algjörlega óásættanleg. Stjórnmálamenn með hugann við gæluverkefni og að „skoða málin“. Hvar væri „búsáhaldabyltingarhreyfing“ ef Sjálfstæðisflokkurinn væri enn í stjórn og hefði sömu afstöðu til mála?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.4.2009 kl. 11:18

4 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Bullarar og kjaftaskar! Þú virðist passa flott í þessa skilgreiningu. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er nú með endalaust málþóf, stoppar mál, eru með stanslaust gal og frammíköll.

Það eru mörg mál sem hafa þó komist í gegnum þingið og eru í anda þess sem ríkisstjórnin ætlaði að gera. En tíminn er naumur og málin mörg og Sjálfstæðisflokkurinn reynir allt hvað hann getur að standa í veginum.

En svo koma kosningar og þá velur þjóðin, annað hvort bullarana og kjaftaskana eða þingmálastöðvunarframverðina í Sjálfstæðisflokknum, sem reyndar eiga stærstan þátt í því að svona illa fór.

Þetta kemur allt í ljós. Ný ríkisstjórn mun svo setja þann kúrs sem hún telur við hæfi.

Kveðja að vestan.  

Gústaf Gústafsson, 3.4.2009 kl. 11:51

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gústaf, ef þú ætlar að koma með athugasemd hér væri betra að þú einblíndir á efni bloggsins sem er ATVINNULEYSI á landinu. Ertu sáttur við 18.000 manns á atvinnuleysisskrá? Ertu sáttur við frammistöðu minnihlutastjórnarinnar í atvinnumálum?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.4.2009 kl. 11:57

6 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Það enginn sáttur við slíkt! 

Þú gleymir alveg einu: Hverjir sköpuðu atvinnuleysið og gerðu svo ekkert í því mánuðum saman?

Svo eiga aðrir að moka skítinn!

Stjórnin er að vinna í málinu, en allt í einu garga allir hægrimenn á aðgerðr strax, en tefja samt mál í þinginu. Það var allan tímann vitað að 80 daga stjórnin myndi ekki leysa öll mál. Það er verið að reyna að koma bönkunum í það horf að þeir geti sinnt atvinnuvegunum. Þá fyrst fer atvinnulífið í gang fyrir alvöru.

Þessi ríkisstjórn ber ekki ábyrgð á atvinnuleysinu, hefur ekki tíma til að leysa málið, en mun án efa gera það að kosningum loknum.

 Kveðja að vestan. 

Gústaf Gústafsson, 3.4.2009 kl. 15:45

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, hverjir sköpuðu atvinnuleysið, svaraðu því. Og ef þessi ríkisstjórn hefur ekki tíma til að sinna atvinnuleysinu þá á hún að fara fjandans til því ekkert verkefni er mikilvægara. Og þú getur fylgt þessum félögum þínum þangað ef þú skilur ekki alvöru málsins.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.4.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband