Sjáflstæðisflokkurinn safnar vopnum sínum

Vilhjálmur Egilsson hélt góða framsöguræðu fyrir niðurstöðum endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla nefndarinnar er mikið rit sem ég hef ekki enn náð að lesa en samkvæmt því sem Vilhjálmur segir var kappkostað að safna í hana viðhorfum sjálfstæðisfólks og menn þurfa ekki að vera sammála öllu sem í henni er.

Það er þó aðalmálið að Sjálfstæðisflokkurinn er að gera upp liðna tíð. Margt hefur verið vel gert á stjórnarárum flokksins, annað þarf að skoða og sumt hefur verið afleitt. Flokkurinn hefur krufið þessi mál og nú bíða flokksmenn einfaldlega eftir því að einstakir forystumenn hans skoði gerðir sínar á svipaðan hátt.

Fráfarandi formaður flokksins hefur gert grein fyrir sínum málum. Hann telur það hafa verið mistök að leyfa kjölfestufjárfesti að eignast stóran hlut í bönkunum. Það er rétt hjá honum, dreifð eignaraðild hefði verið betri, að minnsta kosti eftir á séð.

En hvað með framtíðina, hvað á að gera. Sjálfstæðisflokkurinn rekur hugmyndir sínar og hvet ég alla sem áhuga hafa að kynna sér þær. Hins vegar er heiðskírt hvað á ekki að gera:

 

  • Ekki hækka skatta meðallaun eins og VG hefur boðað og kallar hátekjuskatt
  • Ekki leggja á eignaskatt, hann er ósanngjarn skattur og úrelt fyrirbrigði
  • Ekki hrekja fyrirtæki úr landi með hækkun tekjuskatts
  • Ekki viðhalda 17% stýrisvöxtum eins og ríkisstjórnin vill
  • Ekki henda krónunni og taka einhliða upp annan gjaldmiðil
Fleira mætti nefna. Nú er Sjáflstæðisflokkurinn að safna vopnum sínum og hann mun leggja fram skýra stefnuskrá fyrir næstu kosningar og gæta vel að því að öllum landsmönnum verði hún kunn. Sá tími er liðinn að rógur VG og Samfylkingar sé grundvöllur upplýsinga um Sjálfstæðisflokkinn.

 

 


mbl.is Mistökin Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband