Eru ekki kosningar eru á næsta leyti?
18.3.2009 | 16:23
Er það ekki rétt hjá mér að boðað hafi verið til kosninga þann 25. apríl næstkomandi? Jú, einmitt. Þá verður farið í þessa lýðræðislegu æfingu sem svo óskaplega mikið hefur verið talað um upp á síðkastið. Gæti ekki verið að þingmenn séu að komast í kosningaham?
Minnihlutaríkisstjórnin og fjöldinn allur af þingmönnum hafa verið uppblásnir af belgingi um lýðræðið. Beint lýðræði, óbeint lýðræði, tengslin við almenning, grasrótina osfrv.
Svo er allt annað uppi á tengingnum hjá þessu sama fólki þegar kemur að sjálfri framkvæmdinni, kosningum. Þá er allt í einu enginn tími til að iðka þetta sem allir tala svo mikið um. Enginn tími til að undirbúa kosningarnar og kynna framboðin.
Er málið kannski svipað og með efstu sætin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík? Þau reyndust vera frátekin. Er einhver svipur með þessu og prófkjöri VG í Norvesturkjördæmi? Þar fékk enginn nema þingmaðurinn að líta í kjörskrána og auðvitað var hann endurkjörinn. Eða prófkjör VG um allt land, sárafáir tóku þátt. Dugar það?
Er lýðræðið þannig að látið sé duga að notast við skoðanakannanir Gallups og DV? Koma skoðanakannanir í staðinn fyrir kosningar?
Þingmenn mæta illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.