Ekkert að marka svona sviðsetningu

Í ríkisstjórninni tala menn og tala eins og þeireigi lífið undan að leysa. Þeim dettur svo margt gáfulegt í hug. Hins vegar er ekki forgangsraðað heldur talað út í eitt.

Það er auðvitað ekkert nema leiksýning að halda að það skipti einhverju máli þótt reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum aþingismanna taki „þegar í stað gildi um ráðherra í ríkisstjórn“.

Flögrar það að einhverjum að í opnu þjóðfélagi komist ráðherrar upp með vafasama hluti eða að eitthvað í þeirra fari geri embættisverk þeirra vafasöm.

Þetta er bara leikrit, samið til að koma því inn hjá þjóðinni að minnihlutaríkisstjórnin sé svo rosalega mikið í önnum. Þversögnin er bara sú að ekkert gengur undan henni.


mbl.is Reglur gildi strax fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Ótrúleg er blindni hinna heittrúuðu sjálfstæðismanna.

Bendi þér á þetta sem sýnir að einhverju leyti hverju þessi stjórn hefur komið í gegn.

Copy & paste frá minni síðu, nenni ekki að skrifa þetta aftur.

-----------------------------------

Það er ljóst að töluvert meira hefur verið gert þær fáu vikur sem núverandi stjórn hefur verið við völd. 

Ýmislegt hefur verið gert fyrir heimilin, td. hækkun vaxtabóta, útgreiðsla séreignarsparnaðar, greiðsluaðlöðunarfrumvarpið, breyting á gjaldþrotalögum, áætlun um 4000 ný störf og eflaust e-ð fleira sem ég er að gleyma.

Fyrri ríkstjórn gerði ekkert, þeirra taktík var að bíða og vona að hlutirnir löguðust af sjálfu sér.

Ekki gleyma orðum Geirs H. Haarde, frá haustmánuðum þegar hann lýsti því yfir að taktíkin virtist ætla að heppnast, þ.e. að gera ekki neitt var að bera árangur, skömmu síðar hrundi bankakerfið á Íslandi!!!

Frá bankahruninu og fram að stjórnarslitum var æði lítið um aðgerðir.

Núverandi ríkistjórn er búin að ráða, loksins, erlendan sérfræðing til að stjórna rannsókn á spillingunni og væntanlegir eru fleiri af því tagi, eðlilegt er að sjallar og fjárglæframennirnir vinir þeirra séu með, (in lack of a better word) kúkinn í brókinni af hræðlsu við að nú komi allt upp á yfirborðið og þeir þurfi jafnvel að skila okkur peningunum okkar og sitja inni í einhver ár.

Það er með ólíkindun að ekki hafi verið ráðinn hingað óháður aðili erlendis frá strax í haust til að rannsaka hrunið, en betra er seint en aldrei.

Góðar stundir.

Einar Ben, 17.3.2009 kl. 14:27

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Einar Ben. Þakka þér fyrir hlýlegt ávarp. Flott copy&paste. Breytir samt engu efnislega. Minnihlutaríkisstjórnin fleytir sér áfram á aðgerðum fyrri stjórnar.

Stefan, þakka fyrir innlitið. Í dag var ég í vinnunni, sinnti síðan áhugamáli. Ætlaði að fara út að hlaupa en kom því ekki við. Kom ekki heim fyrr en að ganga átta. Ef þú vilt nánari upplýsingar um verkefni mín og þar sem ég hef komið við í dag, undanfarna daga eða síðustu vikur eða misseri þá er sjálfsagt að veita þér þær.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.3.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband