Hrakfarir neytenda í símamálum

Símafélögin eru eins og flugfélögin. Þau reyna hvað þau geta til að hafa verðskrárnar eins flóknar og mögulegt. Fyrir venjulegt fólk er vonlítið að gera vitrænan samanburð á milli félaganna.

Að sjálfsögðu á að gera kröfu til þess að símafélögin mæli sömu einingar og tilboðin frá þeim séu gegnsæ. Ekki að mælingar séu mismunandi eftir því hverskonar áskrift er um að ræða.

Ég hef til dæmis aldrei skilið símareikningana mína og hef þó alla tíð verið hjá Símanum með viðskiptin. Mörgum fer eins og mér, menn nenna ekki að skipta í sífellum um símafélag, Láta sig bara hafa það.

Fyrirtæki sem ég þekki vel skipti við Símann. Forsvarsmönnum þess blöskraði símareikningarnir og ákváðu að skipta yfir og semja við Vodafon. Þegar reynsla var komin á viðskiptin kom í ljós að ef eitthvað var þá voru símreikningarnar síst lægri hjá Vodafon.

Neytendur búa yfir ótal hrakfarasögum um símafyrirtækin. Gylliboðin standast sjaldnast. Markmið þeirra er fyrst og fremst að hámarka gróðan hverju sinni, skítt með okkur neytendur. Jafnvel skilvísir neytendur til fjölda ára fá engin hlunnindi. Í markaðsfræðinni þykja þetta eftirsóknarverðustu kúnnarnir og það sem meira er símafélögin vita kennitölu, nöfn og heimilisfang þeirra, jafnvel nánustu fjölskyldu og geta og hafa jafnvel kortlagt notkun þeirrra. Að engu nýtist þetta manni nema ef vera skyldi að maður nenni að stúdera verðskránna. Svarar það kostnaði?


mbl.is Umdeild áætlun Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Get nú ekki séð að þetta sé flókið. Fólk á bara að kynna sér þjónustuna og skilmála ef það er að íhuga að kaupa eitthvað,  ef það gerir það ekki þá er varla hægt að kenna fyrirtækjunum um ef það er óánægt með skilmálana eða þjónustuna sem það var að kaupa.

Síminn veitir nokkuð góðar upplýsingar um þessi tilboð á vefsíðunni hjá sér :

fyrir frelsi : http://www.siminn.is/einstaklingar/farsiminn/frelsi/verd/
og Áskrift : http://www.siminn.is/einstaklingar/farsiminn/verd/nanar/store466/item88066/

hérna er verðskráin hjá Vodafone Gull : http://www.vodafone.is/gull/gsm

Hérna er "verðskráin" eða næsta sem ég fann hjá Nova fyrir Frelsi : http://www.nova.is/verslun/pages/services.aspx?flokkur=s%C3%ADmi&vara=R1221
og fyrir áskrift : http://www.nova.is/verslun/pages/services.aspx?flokkur=s%C3%ADmi&vara=R1223

 Það er ekki flókið að bera þetta saman og athuga hvað hentar.

Jóhannes H. Laxdal, 17.3.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband