Lögleg hallarbylting

Mjög ánægjulegt að Kristinn Örn Jóhannesson skuli hafa verið kjörinn formaður VR. Þekki manninn ekki neitt en hann sendi mér einu sinni tölvupóst og leist mér vel á það sem hann sagði og kaus hann.

Mér fannst afar mikilvægt að nýr formaður tæki við í VR sem hafinn yrði yfir allan vafa hvað varðar tengingu við Kaupþing. Fráfarandi formaður var ekki sannfærandi um verk sín í bankanum fyrir utan að maður áttaði sig alls ekki á því hvað maðurinn var að gera þar innan dyra.

Nú þarf Kristinn að standa fyrir sínu, bretta upp ermarnar og sýna hvers hann er megnugur. Líklegast ætti fyrsta verkefnið að vera það að taka duglega til hendinni innan Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Þó hér hafi verið gerð lögleg hallarbylting í VR er ástæða til að hvetja nýjan formann til að fara varlega, gera ekki um of róttækar breytingar heldur íhuga vel allar framkvæmdir.


mbl.is Kristinn kosinn formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband