Er ekkert að marka Ögmund?

Nú er komin ástæða til að lýsa eftir Ögmundi Jónassyni sem um daginn gagnrýndi harðlega forvera sinn í embætti heilbrigðisráðherra fyrir að hafa greitt fyrir sérfræðiaðstoð rúmlega 20 milljónir króna á síðasta ári.

Fram hefur komið að utanríkisráðuneytið greiddi tæplega 30 milljónir króna á síðasta ári. Nú bætist iðnaðarráðuneytið við með rúmlega fjóra milljónir króna í sérfræðikostnað á mánuði frá maí til desember.

Hafi Ögmundur meint eitthvað með gagnrýni sinni á fyrri heilbrigðisráðherra annað en að reyna að koma pólitísku höggi á hann, þá hlýtur maðurinn að fordæma fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Annars er bar ekkert að marka Ögmund. Hann er bara að sparka pólitískum blöðrum upp í vindinn.


mbl.is Helmingur greiðslna til fjögurra verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það virðist bara sem Ögmundi hafi fallizt hendur þegar hann kom í ráðuneytið og farið að vola.

Skúli Víkingsson, 4.3.2009 kl. 16:10

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, frændi, Ögmundur leynir á sér ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.3.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband