Ásta er stjórnmálamaður grasrótarinnar

Ef einhver hefur nokkurn tímann efast um heilindi og heiðarleika Ástu Möller þá ætti sá efi nú að hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Ásta hlustar, ekki aðeins og okkur óbreytta Sjálfstæðismenn og stuðningsmenn flokksins heldur almennt á grasrótina í þjóðfélaginu. Hún er alls ekki skoðanalaus, sem betur fer. Hún er einn ötulasti talsmaður íslensks heilbrigðiskerfis, hún styður það en vill að það þróist og breytist.

Hún gefur ekki út yfirlýsingu bara vegna þess að hún stendur í prófkjörsbaráttu heldur vegna þess að hún er skynsöm kona og veit að reynslan er besti kennarinn hafi maður þá auðmýkt að geta lært af eigin mistökum.

Ég skora á fólk að styðja hana í prófkjörinu.


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er að minnsta kona meiri og stjórnmálamaður meiri að stíga skrefið fram og biðjast afsökunar. En ábyrgðina ber hún ennþá fyrir aðgerðarleysi. En hún fær hól fyrir að vera mannleg og sýna það. En þú verður að skilja að það er auvðelt fyrir alla að túlka kosningafnyk af þessu. Sem þarf þó ekki að vera. Vonandi.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband