Var þá stefna Davíðs Oddssonar bara rétt?

Ber þessi yfirlýsing Seðlabankans ekki vitni um að rétt hafi verið staðið að málum hjá fyrri yfirstjórnendum bankans sem og fyrri ríkisstjórn?

Meðan ekki verður gjörbreyting á stefnu Seðlabankans eða minnihlutaríkisstjórnarinnar gerir maður að sjálfsögðu ráð fyrir að aðstæður í efnahagsmálum hafa ekki breyst né heldur að ástæða sé til að breyta um stefnu.

Hvar eru nú besserwisserarnir í þjóðfélaginu sem fundu stefnu Seðalabankans allt til foráttu? Hvar eru þeir sem héldu því fram að stefna fyrri ríkisstjórnar hafi verið kolröng eftir bankahrunið? Og hvar er stefna minnihlutaríkisstjórnarinnar? Er hún aðeins í því fólgin að fylgja markaðri stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar?

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Gjaldeyrishöft ekki afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

eh... eitt atvik þar sem að haldið er áfram stefnu Davíðs eða fyrri ríkisstjórnar er ekki nóg til þess að geta sagt að sú stefna sé sú eina rétta.

Það er nefnilega þannig að eftir að allt er hrunið eru ekkert margir valkostir í boði. Reyndar held ég að þetta sé eini valkosturinn í boði.

Það er í forsögu málsins, fyrir hrunið, þar sem ákvarðanatökur skiptu hvað mestu máli. Og þar var stefna Davíðs og Geirs í fyrirrúmi og reyndist svona andskoti gölluð. Ég meina bankahrun, efnahagskerfið í rúst, landið ekki verið svona einangrað fjárhagslega í fleiri áratugi.

Ég myndi segja að það myndi nægja til þess að segja að stefnur þessara manna hafi verið rangar eða í það minnsta meingallaðar. Og það að gjaldeyrishöft séu ekki afnumin 5 mánuðum eftir hrunið er ekki að mínu mati nóg til þess að geta byrjað að kyrja það að Davíð hafi haft rétt fyrir sér. 

Hann hafði rangt fyrir sér, stefna hans var röng, Geir breytti litlu frá stefnu Davíðs á meðan hann sat í forsætisráðuneytinu, þannig að 18 ára stefna Davíðs skilaði okkur ekki betri niðurstöðu en það að hún bjó til afar veikt og mjög stórt fjármálakerfi, sem við gátum ekki ábyrgst.

Skaz, 2.3.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband