Framundan er stjórnleysi minnhlutaríkisstjórnar
25.2.2009 | 20:49
Þegar þetta frumvarp er frá og orðið að lögum hefur minnihlutaríkisstjórnin ekki nokkurn einasta blóraböggul. Kannski hún fari nú að bretta upp ermarnar og láta verkin tala.
Hingað til hefur fátt eitt gerst sem ekki var verkefni fyrri ríkisstjórnar. Á næstu dögum má búast við því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir niður í 8%. Að sjálfsögðu mun minnihlutaríkisstjórnin hreykja sér af því og telja það afleiðing af eigin stjórnarstefnu. Það er þó aldeilis ekki svo því hún er ekki til. Og ekki heldur mun hægt að halda því fram að brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stóli seðlabankastjóra eigi þarna nokkurn hlut að máli.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka undir með minnihlutaríkisstjórninni heldur einungis halda því fram að sú stefna sem haldið hefur verið fram undanfarinna mánaða hafi gert þessa stýrivaxtalækkun mögulega.
Seðlabankinn er stjórnlaus. Einhver verður samt settur til bráðabirgða. Líklegast er að það verði Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, og fyrrverandi formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Ágætur maður en hefur rétt eins og svo margir aðrir komið að málum fyrir og eftir hrun. Ef hann er hæfur þá eru margir aðrir hæfir, þar á meðal Davíð Oddsson.
Minnihlutaríkisstjórnin mun einnig ráða nýjan Seðlabankastjóra. Hann á að heita pólitískt hlutlaus en hann hefur aldrei verið það því nafn hans er Már Guðmundsson, gamall allaballi, en út af fyrir sig ágætur maður. Hins vegar er frekar ólíklegt að ráðning hans nái fram að ganga fyrir 25. apríl, nema minnihlutaríkisstjórnin ætli að troða honum í stólinn hvað sem hver segir og án tillits til þess hverjir aðrir sæki um.
Svona er verið að leika sér með Seðlabankann, eina mikilvægustu stofnun þjóðarinnar, rétt eins og hann sé einhver sjoppa sem þurfi skemmtilegri leikfélaga í lúguna.
Svo má búast við því að ríkisstjórnin verði á kafi í alls kyns pjattmálum, t.d. stjórnarskrárbreytingum, breytingum á kosningalögunum, ESB umræðustjórnmálum, hvalveiðimálum og álíka en gleyma efnahagsmálunum, atvinnuleysinu, rekstrargrundvelli fyrirtækjanna og öllu þessu sem skiptir máli fyrir tilvist sjálfstæðrar þjóðar.
Svo má búast við því að vandræði fari að segja til sín þegar yfirforsætisráðherrann kemur til starfa og wannabe forsætisráðherrann kemst í prófkjörsham.
Já, framtíðin er björt, ekki satt.
Seðlabankafrumvarp afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Maður er eiginlega gráti næst...
Margrét Elín Arnarsdóttir, 25.2.2009 kl. 21:26
Elskan mín góða, bara bíta á jaxlinn ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.2.2009 kl. 21:49
Nú hlýtur þessum skítaflokksfólki að líða vel og fer að geta sofið um nætur. Þessi gjörð verður lengi í minnum höfð og þessari stjórnarómynd til ævarandi skammar og háðungar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 22:22
Nei, heyrðu mig nú. Gættu að orðbragðinu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.2.2009 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.