Landlausir Íslendingar vilja sönnun á eignarétti
24.2.2009 | 21:01
Þetta er mikill misskilningur hjá Erni Bergssyni, formanni Landssamtaka landeigenda. Við sem eru landlausir Íslendingar viljum að það sé hafið yfir allan vafa hver sé eigandi lands. Sé staðan sú að enginn getur sannað eignarhald sitt á landi þá er það einfaldlega eign þjóðarinnar, ekki ríkisins.
Það var græðgisvæðing meintra landeigenda sem hratt af stað því erindi að kanna eignarhald á landi. Alþingi gerði rétt í því að samþykkja lög um þessi efni.
Hver getur átt fjöllin, björgin, tindanna, þar sem enginn hafði nokkra möguleika á nýtingu? Það getur bara ekki verið að landsvæði lengst inni í landi eða hátt yfir láglendi séu tvímælalaust eign þeirra sem það vilja. Ég vil einfaldlega fá úr því skorið. Ég sætti mig ekki við einhliða yfirlýsingu Arnar Bergssonar að hann eigi til dæmis Öræfajökul.
Því miður eru ágreiningsefnin fjölmörg út um allt land. Mér finnst það ekki til of mikils mælst að skorið sé úr þeim í eitt skipti fyrir öll. Það er líka tilgangurinn með starfsemi Óbyggðanefnda. Landeigendur verða bara að sætt sig við það.
Í sárum eftir átök við ríkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað finnst þér um þegar ríkið hefur verið að selja þjóðjarðir en nokkrum árum síðar tekið lönd af bændum?
Gott dæmi um þetta er Stafafell í Lóni. Árið 1915 var Stafafell selt ásamt Lónsöræfum. Fyrir nokkru féll dómur þar sem Lónsöræfin voru skilgreind sem „þjóðlenda“. Ef þarna væri ekki dálítill jarðhiti, hefði sennilega Lónsöræfin ekki þótt merkileg.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.2.2009 kl. 21:31
Ef ég sel þér hlut sem ég á ekki gæti ég trúað að með því hefði einhver skapa sér skaðabótaábyrgð. Þú verður hins vegar aldrei lögmætur eigandi. Svo einfalt er þetta.
Veit um Lónsöræfi. Persónulega hefði mér fundist fráleitt ef þau hefðu ekki verið gerð að þjóðlendu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.2.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.