Margir óttast það það sem Davíð veit

Við eigum eftir að heyra fleira frá Davíð. Hann nefndi einkahlutafélög í eigu frammámanna í stjórnmálum og víðar sem hafi notið margvíslegra fyrirgreiðslu Kaupþings.

Það kom fram í fyrsta sinn í kvöld svo ég viti til að Davíð hefur orðið fyrir persónulegum árásum. Ráðist hefur verið á heimili hans, það grýtt og sprengjur sprengdar fyrir utan húsið til að valda honum og konu hans ónæði. Sömu aðilar og stóðu að þessum aðförum munu ekki víla það fyrir sér að ganga í skrokk á manninum.

Davíð á eftir upplýsa um fleira sem skiptir máli varðandi bankahrunið. Margir óttast það, vita upp á sig sök.

Í fjölmiðlum og bloggi hafa menn farið hamförum gegn Davíð, rétt eins og hann hefði skipulagt hrunið. Áróðurinn gegn manninum hefur veri dæmalaus. Hófst allt með skipulagðri aðför að mannorði mannsins árið 2003. Hin fræga Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur markaði upphafið.

Þá var sú einfalda og árangurríka stefna mörkuð innan Samfylkingarinnar að ráðast á vegginn þar sem han er hæstur. Með öðrum orðum gera formann Sjálfstæðisflokksins tortryggilegan. Það tæki sinn tíma, sögðu skipuleggjendurnir, en það skilar sér í minna og minna fylgi flokksins og þar með betra gengi Samfylkingarinnar.

„Við þurfum bara að starta herferðinni og innan skamms gengur hún eins og eilífðarvél,“ sagði helsti PR maður Samfylkingarinnar. Hann hafði rétt fyrir sér.

Davíð hefur aldrei síðan fengið nokkurn grið.


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég tek eftir að seðlabankastjóri vill ekkert muna forsætisráðherratíð sína...sem var löng?...stoltur?...hann setti þessar “reglur ” seðlabankans sjálfur (og lagði niður þjóðhagsstofnun).

Er allavega að hugsa um “Sauruman” í Hringadróttinssögu núna og bara veit (18 ára reynsla ) að mjög margir Íslendingar halda að “þetta sé” hálmstráið?

...so help me God!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvers vegna heldurðu að hann hafi ekkert viljað muna? Viðtalið fjallaði um Seðlabankann. Davíð fær áreiðanlega tækifæri síðar til að rifja upp forsætisráðherratíð sína með miklu stolti, þér til ánægju.

Ætli það sé ekki frekar tími fyrir þig að biðja guð að hjálpa þér vegna minnihlutastjórnarinnar ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.2.2009 kl. 21:10

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Davíð er háll sem áll.

Hann er með slóttugri stjórnmálamönnum og beitir öllum tiltækum ráðum til að koma sér úr þeirri klípu sem hann hefur komið sjálfum sér í.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.2.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér finnst hann hafa talað hreint út. Stóð sig vel í Kastljósinu en spyrillinn hefði mátt vera betur undirbúinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.2.2009 kl. 21:46

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sigurður...var einmitt að pæla í hvort þú myndir nokkuð "fatta" samhengið í DO =forsætisráðherra (allt leyfilegt) og DO = seðlabankastjóri (varaði við öllu)?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 22:37

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Anna. Það geri ég ekki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.2.2009 kl. 23:22

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Allt sem fyrrum forsætisráðherra segir og gerir og núverandi seðlabankastjóri...er beint frá guði!

Er svo hissa að nokkrir (örfáir) íslendingar hafi ekki enn áttað sig á þessum STAÐREYNDUM!???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:32

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sorrí, nenni ekki svona bulli.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.2.2009 kl. 23:37

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér Sigurður. Ég er búinn að fá algert ógeð á þessu liði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband