Snjall maður gefur kost á sér

Ég styð Óla Björn Kárason í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Því miður er ég ekki búsettur þar en mun hvetja alla sem ég þekki til að kjósa hann í 4. sætið.

Hvers vegna?

Óli Björn er skynsamur maður. Hann hefur mikla þekkingu á efnahags- og viðskiptalífinu. Munurinn á honum og mörgum öðrum góðum mönnum er að hann hefur hugmyndir og tillögur til úrbóta. Hann er frumkvöðull en ekki sporgöngumaður, með fullri virðingu fyrir slíkum.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf núna á því að halda að almennir flokksmenn standi upp og taki yfir. Nauðsynlegt er að nýtt fólk taki sæti á þingi fyrir flokkinn, fólkið sem hingað til hefur setið tiltölulega hljótt hjá. Tími þess er kominn ef svo má segja.


mbl.is Óli Björn óskar eftir 4. sæti hjá sjálfstæðismönnum í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband