Er Mogginn að klikka á fyrirsagnagerð?
12.2.2009 | 08:51
Athygli mín vaknaði þegar ég las fyrirsögnina; Enn einn í formannsslag. Gekk út frá því sem vísu að nýr maður hefði ákveðið að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni.
Nei, Bjarni er bara sá eini sem hefur ENN hefur lýst yfir framboði.
Jæja. Þá er það eitt eftir að kvarta undan Mogganum sem er æ slakari í fyrirsagnasmíðinni. Ég man það frá því ég stundaði blaðamennsku í gamla daga að mikil áhersla var lögð á fyrirsagnir. Þetta lærði ég síðar í markaðsmálunum og ekki síður í almannatengslunum. Fyrirsögnin dregur lesandann að efni greinarinnar. Hver einasta frétt og grein er í samkeppni við aðrar og framboðið er svo mikið að venjulegur maður kemst ekki yfir að lesa allt. Þar með veltur svo óskaplega mikið á fyrirsögninni - jú, og kannski einnig mynd.
Í morgun var frétt á forsíðu Moggans með þessari fyrirsögn: Félög skrá á Tortola eru 136 talsins. Af hverju var fyrirsögnin ekki 136 fyrirtæki skráð á Tortola? Fréttin er hins vegar svakalegt innlegg í umræðuna um bankahrunið. Greinilegt að Moggin leggur mikla vinnu í rannsóknir.
Enn einn í formannsslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
Athugasemdir
Heyr.
Birnuson, 12.2.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.