Ávirðing á fjármálaráðherra og forsætisráðherra

Okkur er ljóst að í báðum stjórnarflokkunum eru uppi óskir um mannabreytingar í stjórnum bankanna og á Alþingi í gær staðfesti forsætisráðherra að það væri til umræðu.

Svo segir í bréfi Vals Valssonar og Magnúsar Gunnarssonar þegar þeir tilkynntu fjármálaráðherra um afsagnir sínar. 

Brott för þeirra tvímenninga frá bönkunum verður að teljast meiriháttar ávirðing fyrir fjármálaráðherra og ekki síður forsætisráðherra. Þessir menn hafa hingað til verið taldir mjög hæfir og grandvarir í störfum sínum. Þeir gera ekki uppiskátt um ástæður sínarr aðrar en orð forsætisráðherra og meintar óskir um mannabreytingar.

Forsætisráðherra talar ógætilega og góðir menn telja að sér vegið. Fleiri en forseti lýðveldisins þurfa að gæta orða sinna nema því aðeins að það sé rétt að hreinsanir séu hafnar á vegum þriggjamánaðaminnihlutastjórnarinnar.


mbl.is Standa við afsagnir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband