Hvalveiðar geta valdið enn meiri og alvarlegri kreppu

Ég skil ekki alveg hvernig megi samræma hvalveiðar og hvalaskoðun. Þetta eru tvær gjörólíkar atvinnugreinar. Sú síðarnefnda hlýtur að lúta í lægra haldi fyrir hinni.

Ég skil rökin fyrir hvalveiðum en ég held að álit almennings í öðrum löndum muni, með réttu eða röngu, valda þjóðinni miklum búsifjum. Við vitum að margvísleg náttúruverndarsamtök munu beina spjótum sínum að Íslandi vegna hvalveiðanna. Þau gera það við Japan sem er þó mun fjölmennara og öflugra ríki. 

Við eigum undir högg að sækja vegna meints gjaldþrots ríkisins og hvalveiðar verður ekki til að bæta úr skák þegar almenningur í Evrópu og Bandaríkjunum taka að sniðganga íslenskar vörur og ferðamönnum tekur að fækka. Þá verður nú fokið í flest skjól því fæstir hafa nokkurn áhuga eða áhyggjur af efnahagsþrengingum okkar.

Munum að þrátt fyrir að ýmsir segi að það sé okkar fullveldisréttur að veiða hvali þá telja tugir milljóna manna það tóma vitleysu því hvalirnir séu hluti af náttúru jarðar og fjölmargir munu leggja fé og vinnu til að mótmæla hvalveiðum. 


mbl.is Hvalveiðar í sátt við ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Álit almennings í öðrum löndum???

Ég held að á meðan atvinnuleysi eykst með hverjum deginum og hálfgert þjóðargjaldþrot blasir við... að þá við getum ekki valið og hafnað í sambandi við að nýta okkar auðlindir.

Ég held að við ættum að taka það að 2-300 manns fái atvinnu í þessu árferði ... fremur en slæmt álit greenpeace og náttúruverndarsinna á landinu ... og álit fólks á Íslandi er nú ekkert svakalegt í augnablikinu ... sérstaklega í U.K og D.K ... 

En ... þetta er nú bara mín skoðun ... að auðvitað eigi að nýta allar auðlindir landsins sérstaklega á meðan svona stendur á. Hægt er að endurskoða þetta eftir ár. Sjá hvernig gengur þá.

ThoR-E, 6.2.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér fyrir innleggið. Mér finnst þessi tilraun geti verið of dýru verði keypt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.2.2009 kl. 10:51

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Náttúrverndarsamtök hafa áður hótað okkur vegna hvalveiða og ekkert gerðist. Því skyldi eitthvað gerast núna, þegar alheimskreppa og atvinnuleysi er skollið á? Almenningur í viðskiptalöndum okkar hefur örugglega meiri skilning á veiðum okkar í dag, vegna efnahagsástandsins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 10:54

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

hafa stjórnvöld nokkurn tímann ákveðið jafn stóran kvóta, ekki bara af hrefnum heldur líka langreiðum?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.2.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Það voru veiddar yfir 200 langreyðar og sviðað magn af hrefnu fyrir bannið 1985, þetta er því um 2/3 af þeirri veiði.

Það sem mér finnst lang verst við þetta allt saman er að þetta er algjörlega heimatilbúinn vandi á íslandi. Fyrrverandi ferðamálaráðherra (Sturla B.) lét gera margar skýrslur og eyddi tugi milljóna í þær, um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. Niðurstaðan var alltaf sú saman, þetta hefur enginn áhrif á ferðaþjónustuna. Afhverju eru menn þá alltaf að tyggja á þessu.

Afhverju í óskupunum ættu hvalveiðar og hvalaskoðun ekki að geta farið saman. Þeir sem halda því fram vita ekki hvað þeir eru að segja. Hvalaskoðunar fyrirtækin tyggja á þessu og heilaþvo fólk vegna þess að þeir fá styrki frá breskum friðunarsamtökum fyrir að vera með áróður gegn hvalveiðum.

Staðreyndin er sú að bara hrefnustofninn er yfir 50.000 dýr á landgrunni íslands, og hvaða helvítis máli skiptir það þótt 100 hrefnur séu drepnar.

Stokkandastofninn við íslands er sennilega svipaður og hrefnustofninn og árlega eru veiddar 7000 stokkendur, hefur það einhver helvítis áhrif á fjölda anda í tjörninni í Reykjavík?

Nú hættum við þessu helvítis heimatilbúna bulli og förum að vera stolt af því að nýta okkar auðlyndir á skynsaman hátt.

Sem dæmi þá er stór meirihlutu þingmanna í bandaríkjunum fylgjandi hvalveiðistefnu Íslands og Noregs. Hvalveiðar hafa nákvæmlega enginn slæm áhrif á ímynd íslands og það hefur verið marg sannað, hvað þarf að sanna það oft??

Stefán Gunnlaugsson, 6.2.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband