Framkvæmdavaldið stýrir löggjafarvaldinu

Áður en atkvæðagreiðslan var haldin deildu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hart um þá ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar, að skipt væri um þingforseta.     
 
Ég veiti ekki hvort hér hafi blaðamaður farið rétt með. Sé svo er ekki framkvæmdavaldið að skipta sér af löggjafarvaldinu? Ég man ekki betur en að minnihlutastjórnarþingmennirnir hafi haldið því fram að efla þyrfti veg löggjafarvaldsins sem lengi hafi staðið og setið eins og framkvæmdavaldið krefst.
 
Svona geta nú hlutirnir snúist. Ekki er sama að vera í stjórn og stjórnarandstöðu. Nefna má bara mál eins og ESB, hvalveiðar, álver ... Man einhver eftir fleirum ágreiningsmálum á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar? 

mbl.is Guðbjartur kjörinn þingforseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband