Kvalræði hvalamálsins er víðtækara en flesta grunar

Áhrif hinnar dæmalausu ákvörðunar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að veita leyfi til hvalveiða virðist ætla að setj nokkurt strik í reikninginn við stjórnarmyndunina.

Á þessu má glögglega sjá hversu tæpt minnihlutastjórn stendur þegar hún þarf að bera hvert einsta smáatriði undir þá sem veita henni skjól. Slíkt gengur alls ekki samanborið við þá meirihlutastjórn sem var með tíu þingsæta meirihluta.

Það er greinilegt að hvorki Frjálslyndir né Framsókn munu samþykkja að leyfi til hvalveiða verði dregin til baka. Líklega þarf VG að kyngja þessu rétt eins og Samfylking þarf að kyngja ESB málinu.

Svo það séu nú á hreinu þá er ég algjörlega á móti hvalveiðum. Tel að ákvörðunin muni hafa gríðarleg áhrif erlendis og valda okkur miklum búsifjum svo ekki sé talað um álitshnekki. Hins vegar get ég alveg skemmt mér yfir skammtímaáhrifum ákvörðunarinnar á leikritið um stjórnarmyndunina.


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er viss um að útlendingar munu sýna því skilning að þjóð sem nánast er kominn á hausinn þurfi að nýta allar matarholur.

Sigurjón Þórðarson, 29.1.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Láta þessa ákvörðun eiga sig fram að kosningum. Þá geta menn borið málið undir kjósendur með því að setja það á stefnuskrá sína.

Sigurður Ingi Jónsson, 29.1.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er ekki alveg viss um að útlendingar munu sýna okkur skilning, Sigurjón. Fullt af samtökum sem byggja tilvist sína á að berja á hvalveiðiþjóðum og álíka.

Nafni, ég held að þetta verði seint aðal atriðið í næstu kosningum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.1.2009 kl. 11:32

4 identicon

Ég er að vísu ekki sammála þér hvað varðar hvalveiðar, en ég er hjartanlega sammála því að þetta sýnir hversu tæpt minnihlutastjórnin stendur.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:03

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvað sem tautar og raular þá er miklu auðvledara að ráðast á lítið ríki eins og Ísland vegna hvalveiða og hvetja til alls kyns refsiaðgerða. Alls kyns samtök geta hvatt til þess að aflmenningur kaupi ekki íslenskar vörur, ferðist ekki til Íslands og i ofanálag haft áhrif á stjórnmálamenn, ráðherra og embættismenn og hvatt þá til að hundsa allt sem íslenskt er. Við megum ekki við slíku þó ég taki undir þetta með matarholurnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.1.2009 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband