Hvetjum til friđar og mótmćlum ofbeldi
22.1.2009 | 09:44
Tek undir ţetta og mćti ađ sjálfsögđu. Um er ađ rćđa ţverpólitískan fund og alls ekki veriđ ađ amast viđ mótmćlum heldur fyrst og fremst ađ hvetja til friđar í ţjóđfélaginu, koma í veg fyrir ofbeldi og eignaspjöll.
Ţađ er í raun alveg útilokađ ađ sćtta sig viđ árekstra á milli lögreglu og mómćlenda. Slíkt ţjónar engum tilgangi. Lögreglumenn eru fyrst og fremst í vinnu sinni. Margir ţeirra gćtu án efa hugsađ sér ađ mótmćla ástandinu í ţjóđfélaginu en starfiđ gengur fyrir, hvort sem ţeim líkar betur eđa ver.
Öll ţjóđin situr í sömu súpunni. Vandi okkar allra er hinn sami. Ţađ er ţví óásćttanlegt ađ mótmćla spillingu sjálfstekt auđmanna upp á marga milljarđa og eyđilegga daglega eigur ríkisins eđa borgarinnar fyrir margar milljónir á dag. Skilabođin komast til réttra ađila ţó ţögn ein ríki eđa hróp og bumbusláttur.
Einn af ţeim skynsamari í hópi mótmćlenda skrifar ţetta á bloggsíđu sína:
Ţess vegna á ég ekki samleiđ međ ákveđnum hópi mótmćlenda sem virđist hafa annađ og meira í huga en friđsamar ađgerđir. Ţetta spillir málstađnum og ţessi hópur má ekki yfirtaka ađgerđirnar. Ég held ađ hann njóti álíka mikils stuđnings fjöldans og ríkisstjórnin.
- Ég get bariđ á potta, klappađ og stappađ, haft uppi hávađa og sýnt samstöđu međ nćrveru minni.
- Ég veit ađ lögreglan er ekki andstćđingur minn.
- Ég get ţráast viđ ađ fćra mig, ef lögreglumenn biđja ţess, en myndi ţó gegna ef á reyndi.
- Ég mćti ekki til mótmćla til ţess eins ađ ögra lögreglumönnum og reyna ađ snapa átök.
- Ég fć mig ekki til ţess ađ kasta grjóti,
- Ég vil kynda bál, en ég kveiki ekki í húsum.
Viđbót: Frásögn af vettvangi:Mótmćlendasníkjudýr.
Höfundinn ţekki ég ekkert en hann heitir Gísli Ásgeirsson og skrifar á http://malbein.net/. Ekki er verra ađ Gísli er ágćtur hagyrđingur og hann orti eftirfarandi um bata Halldórs Ásgrímssonar.
Andar sjálfur enn á ný
aukin von um borgun
heyrđist meira en hrygla í
Halldóri í morgun.
Auđvitađ er ţetta afar ósmekkleg vísa og höfundur viđurkennir ţađ.
Mótmćli gegn ofbeldi og eignaspjöllum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.