Hvetjum til friðar og mótmælum ofbeldi

Tek undir þetta og mæti að sjálfsögðu. Um er að ræða þverpólitískan fund og alls ekki verið að amast við mótmælum heldur fyrst og fremst að hvetja til friðar í þjóðfélaginu, koma í veg fyrir ofbeldi og eignaspjöll.

Það er í raun alveg útilokað að sætta sig við árekstra á milli lögreglu og mómælenda. Slíkt þjónar engum tilgangi. Lögreglumenn eru fyrst og fremst í vinnu sinni. Margir þeirra gætu án efa hugsað sér að mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu en starfið gengur fyrir, hvort sem þeim líkar betur eða ver.

Öll þjóðin situr í sömu súpunni. Vandi okkar allra er hinn sami. Það er því óásættanlegt að mótmæla spillingu sjálfstekt auðmanna upp á marga milljarða og eyðilegga daglega eigur ríkisins eða borgarinnar fyrir margar milljónir á dag. Skilaboðin komast til réttra aðila þó þögn ein ríki eða hróp og bumbusláttur.

Einn af þeim skynsamari í hópi mótmælenda skrifar þetta á bloggsíðu sína:

  • Ég get barið á potta, klappað og stappað, haft uppi hávaða og sýnt samstöðu með nærveru minni.
  • Ég veit að lögreglan er ekki andstæðingur minn.
  • Ég get þráast við að færa mig, ef lögreglumenn biðja þess, en myndi þó gegna ef á reyndi.
  • Ég mæti ekki til mótmæla til þess eins að ögra lögreglumönnum og reyna að snapa átök.
  • Ég fæ mig ekki til þess að kasta grjóti,
  • Ég vil kynda bál, en ég kveiki ekki í húsum.
Þess vegna á ég ekki samleið með ákveðnum hópi mótmælenda sem virðist hafa annað og meira í huga en friðsamar aðgerðir. Þetta spillir málstaðnum og þessi hópur má ekki yfirtaka aðgerðirnar. Ég held að hann njóti álíka mikils stuðnings fjöldans og ríkisstjórnin.
Viðbót: Frásögn af vettvangi:Mótmælendasníkjudýr.

 Höfundinn þekki ég ekkert en hann heitir Gísli Ásgeirsson og skrifar á http://malbein.net/. Ekki er verra að Gísli er ágætur hagyrðingur og hann orti eftirfarandi um bata Halldórs Ásgrímssonar. 

Andar sjálfur enn á ný
aukin von um borgun
heyrðist meira en hrygla í
Halldóri í morgun.    

Auðvitað er þetta afar ósmekkleg vísa og höfundur viðurkennir það. 

 


mbl.is Mótmæli gegn ofbeldi og eignaspjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband