Stöndum vörð um rétt fólks til fundarhalda

Ekki veit ég hvaðan þessir mótmælendur koma né hver sé stefna þeirra. Hitt held ég að sé deginum ljósara að þetta eru ekki lýðræðissinnar. Ekki geta þeir unnt Samfylkingarfólki að koma saman til að ráða ráðum sínum. 

Einn dýrmætasti réttur hvers einstaklings er þátttakan í lýðræðislegu þjóðfélagi. Slíkt þjóðfélag hlýtur eðli máls samkvæmt að vera opið, starfa fyrir opnum tjöldum og leyfa hverjum og einum þátttöku, hvort sem hann vill tjá sig með einræðu í fjölmiðlum eða á torgum, funda með öðrum, styðja flokk með atkvæði sínu í kosningum og vinnu sinni. Sá sem ræðst gegn þessum heilaga rétti er styður ekki lýðræðið, er andsnúinn heiðarlegum skoðanaskiptum. 

Ég fullyrði að tal svokallaðra mótmælenda um meinta spilling í þjóðfélaginu, bankahrunið, kröfur um kosningar og eigin heiðarleika sé yfirskin eitt. Þeir ætla greinilega að skaða þjóðfélagið og gera það óstarfhæft.

Burt með þetta fólk. 


mbl.is „Þið eruð öll rekin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Hvað meinarðu maður? É g er að mótmæla, búin að vera í gær og í dag og hvað ert þú að ákveða hvað mér finnst? Þú þekkir mig ekki neitt og veist ekkert um mínar skoðanir, ekki er ég að gera þér upp skoðanir! Hvað er að? Það voru þúsundir manna sem mótmæltu fyrir utan þjóðleikhúskjallarann og u.þ.b. 40 sem fóru inn og svo út aftur.

"Einn dýrmætasti réttur hvers einstaklings er þátttakan í lýðræðislegu þjóðfélagi. Slíkt þjóðfélag hlýtur eðli máls samkvæmt að vera opið, starfa fyrir opnum tjöldum og leyfa hverjum og einum þátttöku, hvort sem hann vill tjá sig með einræðu í fjölmiðlum eða á torgum, funda með öðrum, styðja flokk með atkvæði sínu í kosningum og vinnu sinni. Sá sem ræðst gegn þessum heilaga rétti er styður ekki lýðræðið, er andsnúinn heiðarlegum skoðanaskiptum."

 Ertu viss um að þú sért ekki að tala um ríkisstjórnina en ekki mótmælendur?

Lifðu heill og ekki hata unga fólkið sem vill ekki borga sukkið þitt!

Óskar Steinn Gestsson, 21.1.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvaða „sukk“ áttu við, Óskar? Varaðu þig líka á að ásaka ekki annað fólk á sama hátt.

Nei, ég var ekki að tala um ríkisstjórnina. Ég veit fyrir hvað ríkisstjórnin stendur en ég veit ekkert fyrir hvað „mómælendurnir“ standa. Sýnist þetta vera anarkí.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband