Atvinnuleysi þýðir minni verðmætasköpun
20.1.2009 | 11:43
Atvinnuleysi hlýtur í eðli sínu að vera kreppuvaldandi þar sem neysla mun áreiðanlega dragast saman sem hefur aftur áhrif þau á atvinnulífið að samdráttur hefst með tilheyrandi uppsögnum og þannig heldur spíralþróunin áfram. Atvinnuleysi er mannskemmandi fyrirbrigði, hefur slæm áhrif á sálarlíf hvers einstaklings og dregur óhjákvæmilega úr skapandi hugsun. Niðurstaðan er afar slæm fyrir samfélagið þó ekki sé talað um annað en minnkandi verðmætasköpun. Hins vegar er atvinnleysi á Íslandi enn um það bil það sem er í fjölmörgum öðrum löndum Vestur-Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum. Verst er ástandið á Spáni og staðan í Frakklandi og Þýskalandi er svipuð og hér á landi. Fámenn þjóð hefur ekki efni á öðru en að halda öllum sem vettlingi geta valdið að vinnu.
Verkefni ríkisstjórnarinnar er í senn afar einfalt en þó flókið í útfærslu. Það er að koma hjólum atvinnulífsins í gang og halda þeim gangandi auk þess að byggja upp og hvetja til rekstrar sem er verðmætaskapandi. Um leið þarf hann annað hvort að koma í stað innflutnings eða vera miðast við útflutning.
Spá 9,6% samdrætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.