Enginn sækir um vist í „ormagryfju“

Hvernig stendur á því að enginn sækir um embætti sérstaks saksóknara? Getur það einfaldlega verið að starfið þyki ekki áhugavert? Varla. Þá getur skýringin hugsanlega verið sú að hæft fólk líti á embættið sem nokkurs konar „ormagryfju“ vegna þeirrar gríðarlegu athygli sem óhjákvæmilega beinist að þeim einstaklingi sem ráðinn verður.

Mjög hæfir einstaklingar höfðu verið ráðnir til að sinna undirbúningi fyrir embættið. Þeir sögðu sig þó frá vegna fjölskyldutengsla. Að öllum líkindum var það rétt ákvörðun hjá þeim en líklega skipti miklu að þeir urðu strax fyrir mjög óvægnum árásum og því var jafnvel haldi fram að viðkomandi væru á kafi í spillingunni!

Líklega treysta fáir sér í starf sem getur haft leiðinlegar hliðarverkanir. Allir sem hugsanlega tengjast viðkomandi verða teknir til skoðunar og allt sem saksóknarinn, fjölskylda hans, áar og niðjar hafa aðhafst verður lagt honum til lasts, allt verður að háalvarlegum ávirðingum.

Líklegast er eina lausnin sú að leita út fyrir landsteinanna, finna einhvern sem er með öllu ættlaus, á hvorki fjölskyldu né vini.


mbl.is Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sá ekki myndina, en er að upplifa söguna.

Helv... hef ég misskilið þig. Þú ert skondinn - og kannski djúpur!

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.12.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband