Svartnættisfréttamennska tekur völdin

Ansi sniðugt hjá Mogganum að fatta upp á svona frétt sem getur hreinlega verið framhaldsfrétt. Nú getur blaðamaðurinn dundað sér við að raða kaupmættinum niður eftir árum.

Svartnættisfréttamennskan verður nú allsráðandi og fjölmiðlar keppast um að færa okkur slæmu fréttirnar en hinar góðu verða jafnan útundan. Við fáum það æ betur á tilfinninguna að allt sé nú á leiðinni til andskotans og ekkert geti bjargað þjóðinni.

Svo lítur maður í kringum sig. Sólin hækkar á lofti. Börnin brosa, fjölskyldur hittast, vinir koma saman. Er kreppa í samskiptum fólks. Nei, ekki enn. Fjölmiðlar standa sig bara ekki nógu vel með svartnættisfréttirnar.

Og enn lítur fólk undrandi í kringum sig. Húsin standa óskemmd. Keppan hefur engin áhrif haft á vegi eða brýr. Atvinnutækin er en nothæf. Þúsundir manna halda daglega til vinnu sinnar, laun eru greidd, fólk borgar af lánum sínum, gengur erinda sinna í verslunum. Flest allt gengur sinn vanagang. Er það vegna þess að fjölmiðlum tekst ekki nógu vel upp með svartnættisfréttir sínar?

En þeir reyna ...

Satt að segja er kominn tími til að fjölmiðlar taki upp skynsamlegri stefnu í fréttaflutningi þó ekki sé til annars en að koma í veg fyrir að einhverjir einstaklingar leggist ekki í þunglyndi. Ábyrgðin er mikil.


mbl.is Svipaður kaupmáttur og í árslok 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband