Varla mögulegt ...
23.12.2008 | 10:03
Hver var eiginlega spurningin hjá Bloomberg og ekki síður við hverja var talað? Skoðanir manna eru svo gríðarlega mismunandi. Kunningi minn einn sem telst til vinstri manna er gríðarlega heitur og væri áreiðanlega til í að láta hendur skipta. Aðrir eru rólegri og flestir yfirvegaðir. Þó eru allir sem ég þekki og umgengst verulega reiðir og sárir vegna kreppunnar.
Fólk er ekki á einu máli um sök eða ábyrgð. Hversu langt aftur á að fara? Er þetta allt Davíð Oddsyni að kenna sem forsætisráðherra og seðlabankastjóra? Sumir segja að hann hafi leyft allt og þegar talað var um að setja öllu þessu frjálsræði lög eða reglur þá hafi hann mótmælt og talað um haftastefnu.
Er þetta ríkisstjórninni að kenna sem fylgdist ekki nægilega vel með? Þær raddir hafa heyrst að sparka eigi viðskiptaráðherranum fyrir þá sök að hafa ekki fylgst neitt með aðgerðum Seðlabankans eða leitað eftir samráði við bankaráð Seðlabankans.
Á að kenna síðustu ríkisstjórn um, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um vandann? Einhver vill kenna Jóni Baldvin Hannibalssyni um allt saman af því að hann hafði forystu um Evrópska efnahagssvæðið.
Ég hef maldað í móinn og sagt að það sé rangt að persónugera vandamálið og fara í nornaveiðar. Menn hafa mótmælt mér og sagt að stjórnmálamenn og embættismenn beri ábyrgð. Ég hef spurt á móti hver ábyrgðin eigi að vera og hvernig hún sé skilgreind. Fjölmargir hafa sagt að í raun fylgi engin ábyrgð störfum stjórnmálamanna eða embættismanna nema um sé að ræða afglöp eða beinlínis lögbrot. Ég get svo sem samþykkt það. Margir hafa einfaldlega bent á þá staðreynd að afsögn embættismanna og stjórnmálamanna hljóti að vera eðlileg þegar í ljós komi að þeir hafa ekki staðið vaktina fyrir okkur sem skyldi.
Þegar upp er staðið þá stendur það eitt uppúr að enginn hefur enn axlað ábyrgð. Það er meðal annars ástæðan fyrir reiði fólks. Sá sem er reiður gerir oft heimskulega hluti og þess vegna gæti komið til þess að eitthvað annað gerist en að einstaka rúða brotni, eggjum sé kastað eða þingmönnum sé varnað aðganga að þinghúsinu.
Hins vegar held ég að það sé ekki í íslenskri þjóðarsál að beita ofbeldi. Skiptir þá litlu hvað einstakir örhópar mótmælenda vilja gera og jafnvel láti af verða. Meirihluti þjóðarinnar mun áreiðanlega fordæma slíkt.
Óttast að uppúr sjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Spurning hvort einhverjir finni ekki önnur not fyrir flugelda en að skjóta upp í loft. Kæmi ekki á óvart.
Villi Asgeirsson, 23.12.2008 kl. 10:34
..það verður meira enn flugeldar kæri Villi, annars er ég sammála þér.
Það þarf að gera ca. 40 manns útlæga frá landinu...eða setja flugelda í rassgatið á þeim...með góðri sprengju..
Takk fyrir góða færslu enn ég veit að margir "snýta rauðu" á næsta ári...sama hvað hver segir..fólk er búið að fá nóg..
Óskar Arnórsson, 23.12.2008 kl. 11:09
Djö... er ég nú hræddur um það. Afsakið orðbragðið!
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.12.2008 kl. 11:13
Það var kurteisislega sagt....mér fins að það ætti að íslensku í gagnið og hætta messu jarmi og rugli sem kemur út úr s.k "málefnalegum umræðum" sem eru svo langar og leðinglegar að maður er sofnaur og hefur ekkert skilið hvað mælindinn hefur sagt.
Svoleiðis er sjónvarp Alþingi og OMEGA...fínt gegn svefnleuysi! (Ætla sko ekki að afsaka orðbragið) ;)
Ég kom til Íslands í 2 ár vegna móður minnar. og ekki verið þar síðan 1988! Bara unnið með glæpamenn úti og inni í fangelsum. Þekki þorpara á kólmetra færi.
Þó hann sé í Armani. Og þeir eru það oftast. Hvað um það. Ég er alla vega útlærður sjúkraliði eftir þetta Íslandsæfintýri, fékk ekkert skírteini.
Hvaða maður á að skena móður sinni af því að það eru ekki til pláss?! Ég sá bankabyggingar eins og pulsusjoppur og bari! sem engin vandi er að breyta í spítala.....sem þarf á stundininni. Skít núma núna hver á hvað.
Ég sé ekki fyrir alla toppa Sjálfstæðisflokksins, fara á Litla-Hraun! Þeir ættu að vera þar. (Vann þar eins og asni í 1 ár) Skeði heilmikið. Efni í heila bók.
Gott komment hjá þér. Hikar sjálfsagt ekki við að lemja í borðið ef þarf...
Óskar Arnórsson, 23.12.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.